Skírnir - 01.12.1914, Síða 24
360
Hræðan.
bréfið og sló utan um það. Eg var blátt áfram kominni
í vont skap; eg varð að losna við þrælinn sem fyrst.
»Jæja«? spurði eg og sneri mór að Þorláki. Það
rumdi í honum, hann lygndi aftur augunum og lagði frá sér
bókina. »Erindisleysa«, sagði hann. »Eg sá ljós hjáþér,
og leit upp til þín út úr leiðindunum og iðjuleysinu«.
»Ertu ekki á háskólanum, maður m\nn« ? spurði eg
aftur, »og talar þó um iðjuleysi með köldu blóði og án
þess að skammast þín«.
— »Ut úr leiðindunum og allsleysinu vildi eg sagt
hafa«, sagði hann.
»Þorlákur« ! sagði eg, »úr því að eg sé þig nú einu
sinni ófullan, þá er bezt að eg segi þér það sem eg meina;.
þú ert fjandans ómenni og ættir sannarlega að skamm-
ast þín«.
Hann leit á mig stórum augum. »Eg að skammast
mín«! Hann hristi höfuðið. »Kann það ekki, laxmaður«.
Hryggurinn bognaði aftur, og hakan hné niður á bringuna.
Þorlákur hékk á stólnum eins og hann var vanur.
Eg sat og horfði á hann. Eg þurfti að halda áfram að
skrifa, eg gat ekki fengið mig til þess meðan hann hékk
þarna yíir mér. Og þótt eg reyndar oft hefði séð hann
öll þessi ár sem hann var búinn að vera á öllum þessum
skólum, þá hafði eg aldrei séð eins vel og nú hvílík eymd-
armynd hann var orðinn, og hvað sáralítið var eftir af
honum.
Eg gat ekki fengið mig til þess að reka hann út i
kuldann áður en honum var farið að hlýna.
Mjór og visinn, skröltandi innan í óhreinum fataræfi-
um, órakaður og ókembdur, hrukkóttur og hæruskotinn,.
augun sljó og rauð og hendurnar titrandi.
Eg hef aldrei getað séð titrandi hendur á aumingja
án þess að fyllast meðaumkunar. Kannske hafa það ver-
ið titrandi hendurnar á Þorláki sem vöktu meðaumk-
unina hjá mér.
Þetta var Þorlákur, sem fyrir nokkrum árum var öll-
um fremri og glæsilegri í öllu. — Meðan eg horfðí á hann,.