Skírnir - 01.12.1914, Qupperneq 25
Hræðan.
3611
og var að hugsa um þetta, var hann við og við að skotra
til mín augunum, eg sá að hann sá hvað mér bjó í brjósti,
og að honum var dálitið órótt.
Mér þótti vænt um það.
»Hvað hefurðu eiginlega fyrir stafni«, sagði eg, »eða
á hverju lifirðu, ef maður á að kalla þetta líf ?«
»0, eg kenni«.
Eg hló við. »Kennir«!
Eg vissi að sex daga af vikunni var hann ósjálf-
bjarga af drykkjuskap.
»Já, það er satt, eg kenni dálítið — þegar eg get
komið því við. Og þú — og aðrir góðir menn lána mér
stundum krónu og krónu. Eg þarf lítið að eta«.
»En þeim mun meira að drekka«, sagði eg. Eg var
staðráðinn í að reyna að æsa hann upp, og fá hann til
að skammast sín. Hann var ófullur, en æði »timbraður«..
»Segðu mér nú satt, Þorlákur, skammastu þin ekki fyrir
að vera orðinn sá ræfill, að hverjum dóna þykir skömm
að því, að koma nálægt þér«?
Þorlákur leit snöggvast á mig, dálítið undrandi en.
auðsjáanlega alveg gremjulaust.
»0-nei«, sagði hann kæruleysislega.
»Þú ert umskiftings-ræfill«, sagði eg æstur. »Manstu’
kannske ekki eftir ungum manni, sem við þektum allir
fyrir fáum árum? Manni, sem allir kennarar hrósuðu, og
sem átti hrós þeirra skilið, manni, sem allar stúlkur litu
hýrum augum eins og eðlilegt var, sem allir félagar dáð-
ust að og virtu. Manstu ekki eftir honum? Manninum sem
eg og aðrir flúðum til þegar við þurftum á ráðum og hjálp
ræfillinn þinn, sem eyðilagðir þennan góða dreng fyrir
mér og öðrum? Þú áttir ekkert með það«!
Eg barði í borðið, því eg sá ekki að orð mín hefðui
minstu áhrif. Þorlákur sat með augun aftur, en þegar
eg barði í borðið hrökk hann við og leit upp.
»Hva — hvað var eg — varst þú að segja«, sagðii