Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1914, Síða 27

Skírnir - 01.12.1914, Síða 27
Hræðan. 363 ■og mér fanst það gustuk að láta hann ekki flækjast víðar það kveldið i kulda og myrkri. Eg náði í flöskuna og helti í staup handa honum. »Viltu vatn?« spurði eg stuttur i spuna. »Dry, friend, dry«! sagði hann og hóf upp staupið. Hann horfði fyrst á það litla stund, hugur hans var i paradís eftirvæntingarinnar, svo hvolfdi hann víninu í sig. Eg helti í staupið aftur, eg vissi að óþarfl var að spyrja hvort hann vildi meira. Hann tók það þegar, og saup helminginn úr því. Svo ræskti hann sig og dæsti og lét staupið á borðið. »Eg losna aldrei við mannskrattann«, hugsaði eg með mér. En eg gat ekki fengið mig til að segja honum að ljúka úr staupinu og snauta svo út. Honum leið nú auð sjáanlega svo vel, og enn þá gat eg aldrei séð hann án þess að sjá þann gamla Þorlák, sem eg hafði þekt, stór- an og glæsilegan, gegn um druslurnar. Það var nú óðum að lifna yfir honum. Dálítill roði færðist í kinnarnar, og augun urðu fjörlegri. Deyfðin og svefninn var rokinn af honum. Hann var allur að færast í aukana af áhrifum vínsins. Mér datt i hug að reyna að gera nýja tilraun að vekja manninn í honum. »Það er synd hvernig þú ert farinn, Þorlákur«, sagði eg alvarlega, »að þú skulir vera orðinn andlegt og líkam- legt lítilmenni, þú, sem varst andlegt og líkamlegt stór- menni. Gáfaður og fagur og virtur af öllum. Heldurðu að það sé engin leið fyrir þig til þess að snúa við og rata á rétta leið?« »Eg heyrði til þín áðan«, sagði hann, »þú meinar það efalaust vel, eg veit að þú vilt mér vel, og ert góður drengur. — En þetta er alveg þýðingarlaust. Mér er það alt sjálfrátt, eða var það að minsta kosti sjálfrátt fyrst lengi vel. Það var engin freisting. En eg hef valið mér þetta hlutskifti og það mun ekki frá mér takast«. Hann ;saup út það sem eftir var í staupinu, og rétti það svo að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.