Skírnir - 01.12.1914, Blaðsíða 29
Hræðan.
365
fyrir slíku. Þegar alt er tapað með því eina, sem mátti
•ekki missast. Þá var eins og sólin misti birtu, allir litir
fölnuðu og alt var í einu orðið tómt og tilgangslaust. —
Kannske hefði eg þá átt að deyja strax — en þá var
það, að mér datt í hug þetta með hræðuna«.
Hann þagnaði um stund, og studdi hönd undir kinn.
Eg sat þegjandi, eg gat ekkert sagt.
«Það var satt sem þú sagðir áðan«, sagði hann loks-
ins. »Eg átti margar vonir, og eg hafði nokkurn rétt til
að hugsa hátt og búast við allmiklu af lífinu. Og eg
hugsaði hátt! Eg gat ekki skilið við lífið án þess að
gera eitthvað og — þetta var eina ráðið. Nokkuð hefir
það kostað«. — Hann leit æðislega á mig, svo eg hrökk
við, og greip fast í handlegginn á mér. »Og í guðsbæn-
um«, stundi hann, »segðu ekki að verk mitt sé til einkis«.
Eg sagði ekkert, og hann settist þunglamalega niður,
hallaði sér aftur á bak og lokaði augunum.
I hugsunarleysi helti eg enn í staupið. Þorlákur
brosti og leit á mig þakklátum augum.
»Eg skil þig að vísu ekki vel«, sagði eg, »en eg
trúi þér«.
»Talaðu ekki meira um það«, sagði hann. »Mér er
sama hvað þú heldur um það, og mér er sama hvernig
það veltur alt saman. Alveg sama. En nú fer eg«.
Hann stóð upp, og eg sá að hann var óstyrkur á
fótunum.
Eg stóð líka upp, og beið eftir því að hann færi.
En hann hikaði við, og eg sá að hann langaði til að segja
eitthvað meira.
»A eg að ganga með þér«, spurði eg.
»Nei, ekki núna«, sagði hann. En það er eitt, sem
mig langar til að biðja þig um. Þér finst það kannske
barnalegt, en mig hefir lengi langað til að biðja þig um
það«.
»Hvað er það?« spurði eg.
»Eg veit að þú gerir það, Doddi«, sagði hann, »þú
ert eini maðurinn sem eg get beðið um það, eg veit að