Skírnir - 01.12.1914, Síða 31
Um ljós- og lítaskynjamr.
Hollenzkur stjörnufræðingur og stærðfræðingur,,
Huyghen að nafni, setti fyrstur manna árið 1678 fram þá
kenningu, að ljósið væri sveiflur, sem hinn lýsandi líkami,
ljósgjafinn, orsakaði og setti af stað. Honum tókst aldrei
að sanna þetta. Um þetta sama leyti (um 1670) kom
Englendingurinn Newton fram með ódeiliskenningu sína,
og þóttist með henni geta skýrt alla eiginleika ljóssins.
Vegna þess álits, sem hann hafði, þá vann hin kenn-
ingin sér lítið fylgi og lá niðri þangað til að enski vís-
indamaðurinn Thomas Young sannaði, að ljósgeislarnir
eru sveiflur, bylgjuhreyfing, sem ljósgjafinn veldur.
En Yewton fann samtímis annað einnkenni ljóssins, sem
gerbreytti hugmyndum manna um eðli þess, og það var þetta,
að í því eru margar geislategundir, sem hver hefir sína
eiginleika. Hann fann það þannig, að hann lét sólarljós-
ið falla inn um örmjótt gat inn í aldimmt herbergi. Kom
þá fram lítill hvítur depill, þar sera geislinn féll á hvítt
spjald, er hann hélt fyrir; en léti hann geislann fyrst
fara í gegnum fágaðan glerþrístrending, er sneri einni
röndinni beint niður, þá kom ekki fram hvítur depill á
spjaldinu, heldur aflangur, marglitur blettur, og miklu ofar
heldur en depillinn hafði komið. Þenna blett vil egnefna
litaband sólarljóssins (sólspektrum).
Þessi tilraun sýndi, að í sólarljósinu eru margskonar
og marglitir geislar, sem allir brotna mismunandi mikið,1)
l) Aðnr höfðu menn álitið, að það væri glerið, sem hreytti ljós-
inu þannig; menn gátu ekki skilið að svo margir litir væru i hvíta
ljósinu, og urðu nm þetta miklar deilur milli N. og andstæðinga hans.