Skírnir - 01.12.1914, Blaðsíða 33
TJm Ijós- og litaskynjanir.
569
að greina einstaka liti; þeir renna þá saman í einn lit og
þannig má finna allar litbreytingar.
Rauðgult og blátt eru samstæðir litir á Maxwells
hjóli, en hitt er þó alþekt, að þessir litir hjá málurum
mynda grænt. Hvernig getur staðið á því? Setjum svo
að farfinn sé á hvítum pappír. Hvítu geislarnir frá papp-
írnum fara í gegnum blátt og rauðgult litarefni í auganu.
Bláa litarefnið hleypir aðeins grænum og fjólubláum geisl-
um i gegn, en stöðvar þá rauðu. Grula litarefnið hleypir
aðeins rauðum og grænum geislum í gegn, og stöðvar þá
fjólubláu. Rauðu og fjólubláu geislarnir komast þannig
aldrei til sjóntaugarinnar, skynjast því ekki; græni litur-
inn er sá eini sem skynjast.
Þær athuganir, sem Helmholtz gerði, og komu honum
og öðrum á þá skoðun, að þcssir þrír litir væru frumlitir,
voru þessar: Ef augað horfir lengi á sama lit, þá þreyt-
ist það, verður örmagna. Ef það nú t. d. er orðið þreytt
af að horfa á rautt, og svo er brugðið upp fyrir því sterk-
um gulum lit, þá sýnist hann grænn eða grænleitur. Ef
augað er orðið þreytt af að horfa á grænt, og á svo að
horfa á bláan lit, þá sýnist hann fjólublár. Við að rann-
saka þannig alla liti, þá kom það í ljós, að það voru ætíð
sömu litirnir, sem augað reyndist ofreynt af, og það voru
þessir þrír: rautt, grænt og fjólublátt. Þessir þrír litir
hlutu því að vera frumlitir. Helmholtz fann einnig, að
þessa liti var ekki hægt að mynda með samruna neinna
annara lita, en aftur á móti að það var hægt að mynda
alla aðra liti af þessum þremur.
A þessum athugunum bygðu nú Thomas Young og
síðar Helmholtz kenningu þá um litaskynjanir, sem við þá er
kend. Ræðir hún um, að í nethimnu augans séu þrenns-
konar skynjunarfrumur, sem svari til þessara þriggja
frumlita. Allar litabreytingar myndast þá þannig, að þess-
ar frumur verða fyrir misjöfnum áhrifum. Hvítt skynjast
þá, þegar allar frumurnar verða fyrir jöfnum áhrifum.
Ef þannig geislar, sem hafa mikla sveiflulengd (eru i rauða
enda litabandsins), verka á nethimnuna, þá verka þeir
24