Skírnir - 01.12.1914, Page 37
Urn Ijós- og litaskydjanir.
373
ráðandi, að dýr skynji liti á sama hátt og við, sé ekki rétt.
í myrkraklefa lætur hann hvít korn á svart borð og
lætur svo litaband með sterkum litum falla á kornin,
þannig að þau sjást með öllum litum. Sé nú api settur á
borðið, fer hann þegar í stað að tína þau korn, sem
hann getur séð. Eftir nokkrar sekúndur hefir hann tínt
öll kornin, sem sýnileg eru fyrir heilbrigðu mannsauga,
og ekki fleiri. Ef ljósmagnið er minkað, þá sér manns-
augað, sem orðið er vant myrkrinu, einungis þau korn,
sem liggja í gulgræna og græna litnum; kornin sýnast nú
litarlaus. Apinn, sem hefir haft jafn-langan tíma til að
venjast myrkrinu, tínir aðeins þau korn, sem mannsaugað
sér líka. Þessar tilraunir sýna, að apaaugað sér jafn-langt
til beggja hliða á litabandinu og mannsaugað, og breyting-
arnar, sem verða á auganu í myrkri, eru þær sömu hjá báðum.
Til þess að geta gert sömu tilraunirnar á fuglum, þá
varð fyrst að slá því föstu, að það væri aðeins sjónin,
sem réði úrslitunum, og að lyktarskynjanir kæmu ekki
til greina Til þess að komast fyrir þetta, þá var smyr-
ill settur í myrkraklefa og látinn kjötbiti fyrir framan hann
á skáhalt svart borð. Ljósið fellur inn í klefann um
gat, sem er fyrir ofan og aftan höfuð smyrilsins, þannig
að það fellur á kjötið meðan fuglinn situr kyr, en þegar
hann teygir hausinn fram til þess að ná í kjötbitann með
nefinu, þá fellur skugginn á kjötið; hann kippir nú hausn-
um aftur, því hann sér það ekki lengur. Ljósið fellur nú
aftur á bitann, og aftur teygir hann fram hausinn án þess
þó að ná í kjötbitann, sem altaf liverfur í skugganum.
Þetta sýn r að það er aðeins sjónin, sem ræður. Að þessu
er eins varið með hæns, sést. meðal annars af því, að þau
tína aldrei í myrkri, þó að fult sé i kring um þau af
korni. Ef hæna er sett á svarta borðið í myrkraklefan-
um og hrísgrjónum er stráð á litabandið, þá tínir hænan
kornin út að rauða endanum hér um bil eins langt og
þau eru sýnileg fyrir mannsauga; hún tínir einnig þau
gulu, grænu og blágrænu, en snertir ekki þau dökkgnenu
bláu og fjólubláu, sem mannsaugað sér vel. Með sömu að-