Skírnir - 01.12.1914, Qupperneq 42
"378
Urn ljós- og litaskynjanir.
græn ljósbrot í skildinum. Með því að vatn á miklu
dýpi hleypir í gegn tiltölulega meiru af geislum með stuttri
sveifiulengd (blátt - fjólublátt) en öðrum, þá er ekki ómögu-
legt, að krabbar, sem lifa á ákveðnu dýpi, eigi hægra
með að sjá félaga sína vegna ljósbrotanna í skelinni. En
um þetta verður ekki sagt með vissu fyr en búið er að
rannsaka, hvað salt vatn og ósalt getur drukkið mikið í
sig af þessum geislum.
Eins og fyr er um getið, breytist stærð augasteins-
ins við ljósáhrif. Af hrygglausum dýrum eru hausfætl-
ingar (cephalopodar) þau einu dýr, sem hafa augasteina,
er taka breytingum við ljósáhrif. Þeir eru mjög fjörugir,
og þess vegna ágætt að gera tilraunir á þeim. Hesz tók
fjölda augnabliksmynda af þeim undír áhrifum ýmislega
lits ljóss, og niðurstaðan varð sú, að ljósið hafði alveg
sömu eða lík áhrif á augu þeirra og augu allitblinds inanns.
Sama niðurstaða varð af síðari tilraunum. Þær gáfu einn-
ig ýmsar fróðlegar bendingar um, hvenær ljósskynjanirnar
byrja. Löngu fvrir fæðinguna var sjónarlífíærið fullþroskað
og hafði öll þau einkenni, sem það heflr hjá fullorðna
dýrinu. Lindýrsfóstur ( holigo), sem enn vantaði 3—4 vik-
ur til að vera fullburða, voru sett í íerstrend vatnsilát og
litaband látið falla á þau. Þessi dýr höfðu sömu tilhneig-
ingu og ungir fiskar og krabbadýr til þess að synda þang-
að, sem bjartast var, og söfnuðust saman í hinn gulgræna og
græna hluta vatnsins. Þau syntu þaðan, sem rauða ljós-
ið fjell á, og þangað, sem vatnið fyrir vorum augum var
dimmblátt. Ljósið verkaði eins á þeirra augu og allit-
blint mannsauga.
Hesz minnist stuttlega á athuganir sínar á dýrum,
sem ekki hafa sérstök sjónarlífíæri, Hann gerði þær á
skelfiskum. Sipho-skelfiskurinn er reyrmyndaður og getur
teygt sig 1—2 sm. út úr skelinni, ef hann er látinn
liggja óáreittur í sandinum. Hann er mjög næmur fyrir
ljósi, og ef Ijósgeisli er látinn falla á hann, þá dregur
hann sig aftur inn í skelina að meira eða minna leyti,
vanalega þeim mun meir, sem ljósið er sterkara og hann