Skírnir - 01.12.1914, Side 50
386
Bertha v. Suttner.
málinu áfram. Maður hennar var henni samhentur í
þessu sem öðru, þau ferðuðust viða um Evrópu, héldu
fyrirlestra og fundi, söfnuðu fé til þess að hrinda málinu
áfram. Þauskrifuðustávið flestamálsmetandi menn, karla og
konur, um allan heim — einkum þó Bertha — og á frið-
arfundunum í Haag var hún lífið og sálin í öllu. Hún
hafði að fornu fari kynst Alfred Nobel í París og var
hann jafnan aldavinur hennar siðan, og er enginn vafi^á
því að hin göfugmannlega erfðaskrá hans er að einhverju
leyti að þakka áhrifum hennar. Hann studdi hana bæði
með ráðum og dáð í lifanda lífi, og hvatti hanajjjafnan
til nýrra framkvæmda.
Þrátt fyrir sín miklu og margbreyttu störf í friðarins
þjónustu hélt Bertha v. Suttner þó áfram að skrifa bækur,
meðal annars áframhald af »Die Waffen nieder« (þýtt á
dönsku »Ned med Vaabnene«) »Marthas Kinder« (á dönsku
»Marthas Börn«), »Einsam und arm«, hugleiðingar gamals
fátæks manns um lífið yfirleitt og sér í lagi sína eigin æfi,
og eftir að hún 1902 hafði mist mann sinn »Briefe an ein-
en Toten« (á dönsku »Breve til en afdöd«).
Hún tók sér fráfall mannsins síns mjög nærri og var
lengi að ná sér eftir það, enda var það ekki furða. Hjóna-
band þeirra var bygt á innilegri ást, sem von bráðar
snerist upp í innilega samúð og vináttu, og alla æfi höfðu
þau unnið saman að áhugamálum sínum. Barón v. Suttner
var jafnan fremstur í flokki að viðurkenna hina miklu
hæfileika konu sinnar og dást að þeim og lét sér enga
iægingu þykja að fylgja þar eftir, er hún fór fyrir, t. d.
í friðarhreyfingunni.
Þegar Bertha v. Suttner var búin að ná sér nokkurn-
veginn eftir sorgina og missirinn, tók hún aftur að starfa
af alefli fyrir áhugamálum sínurn. Það var eins og sjón-
deildarhringur hennar yrði æ stærri, og barðist hún nú
bæði í ræðu og riti gegn hvers konar rangindum í þjóðfé-
laginu og hlynti að hvers konar fögrum hugsjónum og;
öllu því er æðstu réttlætiskröfur tímans heimtuðu.