Skírnir - 01.12.1914, Page 53
Um lifsins elixíra og hið lifandi hold.
389
er á — um það höfum vér enn enga ljósa hugmynd. —
Vöðvasellurnar framleiða allar hreyfingar líkamans undir
stjórn taugakerfisins. Húð- og bandvefsellurnurnar eru til
varnar og hlífðar hinum, en bein og brjósksellurnar mynda
máttarstoðir líkamans.
öllum sellunum er það sameiginlegt, að þær lifa sínu
lífi með líkum hætti og önnur dýr, og lífsfyrirbrigðin eru
hin sömu og hjá þeim, nfl. þessi: Þær taka til sín súr-
efni úr blóðinu og láta frá sér kolsýru aftur, þær fá nær-
ingarefni, sem þær melta bæði sér til viðhalds og til
að fá orku til þess sem þær þurfa að vinna. Þær
æxlast með því að skiptast í tvent eins og frumdýrin, og
þær losa sig við úrgangsefni sem fara í blóðið. Hver sella
er með öðrum orðum samskonar furðulegt sigurverk og
líkaminn sjálfur.
Allar sellur skilja úr sér efni, sem koma fram við
meltingarstarf þeirra. En það eru þó sérstaklega kirtla-
sellurnar, sem skara fram úr öllum öðrum í því, að fram-
leiða margvísleg, einkennileg efnissambönd úr næringar-
efnunum, sem berast með blóði og »lymfu«.
Kirtlunum má líkja við lyfjaverksmiðjur, þar sem
bæði holl og óholl lyf eru framleidd, og þessum líffærum
er það að þakka, að líkaminn losast við margskonar eit-
urefni og fær tilbúna ýmsa efnissafa, sem geta komið hon-
um að gagni.
Kirtlar likamans eru tvenskonar, opnir og lokaðir eða
blindir kirtlar. Opnir kallast þeir, sem hafa opinn gang
út á við, eins og t. d. svitakirtlarnir í húðinni, mjólkur-
kirtlarnir (brjóstin) o. fl., eða inn í líkamsholin, eins og
t. d. munnvatnskirtlarnir, brisið, lifrin, slímhimnukirtlar
magans og garnanna, o. 8. frv. Um opnu kirtlana og starf
þeirra er almenningi nokkuð kunnugt, en blindu kirtlarn-
ir eru minna þektir, af því vér verðum miklu síður varir
við starfsemi þeirra. Þeir kallast blindir af því enginn
gangur liggur frá þeim út á við. Kirtilsafinn sem i þeim
myndast fer beina leið inn í blóðið og lymfuna gegnum
háræðaveggina, sem liggja upp að kirtilsellunum. Eg skal