Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1914, Síða 53

Skírnir - 01.12.1914, Síða 53
Um lifsins elixíra og hið lifandi hold. 389 er á — um það höfum vér enn enga ljósa hugmynd. — Vöðvasellurnar framleiða allar hreyfingar líkamans undir stjórn taugakerfisins. Húð- og bandvefsellurnurnar eru til varnar og hlífðar hinum, en bein og brjósksellurnar mynda máttarstoðir líkamans. öllum sellunum er það sameiginlegt, að þær lifa sínu lífi með líkum hætti og önnur dýr, og lífsfyrirbrigðin eru hin sömu og hjá þeim, nfl. þessi: Þær taka til sín súr- efni úr blóðinu og láta frá sér kolsýru aftur, þær fá nær- ingarefni, sem þær melta bæði sér til viðhalds og til að fá orku til þess sem þær þurfa að vinna. Þær æxlast með því að skiptast í tvent eins og frumdýrin, og þær losa sig við úrgangsefni sem fara í blóðið. Hver sella er með öðrum orðum samskonar furðulegt sigurverk og líkaminn sjálfur. Allar sellur skilja úr sér efni, sem koma fram við meltingarstarf þeirra. En það eru þó sérstaklega kirtla- sellurnar, sem skara fram úr öllum öðrum í því, að fram- leiða margvísleg, einkennileg efnissambönd úr næringar- efnunum, sem berast með blóði og »lymfu«. Kirtlunum má líkja við lyfjaverksmiðjur, þar sem bæði holl og óholl lyf eru framleidd, og þessum líffærum er það að þakka, að líkaminn losast við margskonar eit- urefni og fær tilbúna ýmsa efnissafa, sem geta komið hon- um að gagni. Kirtlar likamans eru tvenskonar, opnir og lokaðir eða blindir kirtlar. Opnir kallast þeir, sem hafa opinn gang út á við, eins og t. d. svitakirtlarnir í húðinni, mjólkur- kirtlarnir (brjóstin) o. fl., eða inn í líkamsholin, eins og t. d. munnvatnskirtlarnir, brisið, lifrin, slímhimnukirtlar magans og garnanna, o. 8. frv. Um opnu kirtlana og starf þeirra er almenningi nokkuð kunnugt, en blindu kirtlarn- ir eru minna þektir, af því vér verðum miklu síður varir við starfsemi þeirra. Þeir kallast blindir af því enginn gangur liggur frá þeim út á við. Kirtilsafinn sem i þeim myndast fer beina leið inn í blóðið og lymfuna gegnum háræðaveggina, sem liggja upp að kirtilsellunum. Eg skal
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.