Skírnir - 01.12.1914, Page 60
896
Um lífsins elixíra og hið lifandi hold.
Þjóðverjinn prófessor Virchow og aðrir þýzkir vísinda-
menn eyddu þessari gömlu vessatrú og urðu höfundar
hinnar svonefndu Cellularpatologiu eða sellusjúkdómafræði,
sem síðan hefir hvarvetna rutt sér rúms. Þeir sýndu fram
á það með miklum lærdómi og skarpskygni, að alla sjúk-
dóma mætti rekja til sellanna, þannig, að ef einhver
hluti hinna lifandi sella líkamans yrði fyrir skemdum eða
veiklaðist, þá gætu sellurnar sýkt út frá sér aðrar sellur
og jafnvel allan líkamann. En eins og oft vill verða
þegar nýjar kenningar gagntaka hugi manna, hefir mörg-
um orðið á, að líta smáum augum á vessafræðina gömlu,.
og það hefir verið brosað að gömlu körlunum, sem voru
að hrjóta heilann um vessablandið (temperamentin) og voru
að reyna að finna kynjalyf (kvintessens), sem gætu orðið
óyggjandi til að koma lagi á vessana, svo að heilsan feng-
ist aftur. Rannsóknir seinni tíma á lífi sellanna og öllum
þeirn efnum, sem þær láta frá sér í blóðið, hljóta —
að því er mér virðist — að vekja upp aftur vessatrúna
gömlu, en í endurbættri útgáfu. Reyndar verður aldrei
af sellunum tekið, að þær eru hinar starfandi lífseindir
líkamans, sem heilsa jafnt og sjúkdómar eiga rót sína að
rekja til, en efnin og efnissafarnir sem frá sellunum stafa
eru sumir hverjir svo áhrifamiklir til framkvæmda í
líkamanum, að þeir eru engu þýðingarminni en sum líf-
færin, sem til þessa hafa verið talin fremst í röð.
Fram á síðustu tíma hefir sú skoðun verið ríkjandi,
að frá taugakerfinu stjórnuðust allar vorar lífshræringar
og að jafnvel hver sella likamans væri háð stjórn þess, og
gæti ekki lifað nema örstutta stund, ef sambandinu við
taugakerfið væri slitið; með sellum taugakerfisins dæju
með öðrum orðum allar aðrar sellur líkamans.
Það er engum vafa bundið, að heilinn er mikilvæg-
asta líffærið. Þar á stjórnarráðið heima. Reyndar sjáum
vér stundum að hauslaus kálfur getur staðið á fætur og:
að hæns geta flogið höfuðlaus dálítinn spöl, og vér vit-