Skírnir - 01.12.1914, Síða 62
398
Um lífsins elixíra og hið lifandi hold.
halda, að efni frá sellunum, er komast í blóðið, geti gagn-
tekið og haft áhrif á selluhópa eða líffæri, þó þau séu
langt frá því líffæri þar sem efnin myndast.
Heili, mæna og taugahnoður eru að vísu afar mikil-
væg stjórnarlíffæri í líkamanum, en líflð og lífsstarf sell-
anna er ekki eingöngu undir þeim komið. Vér þekkjum
margar lægri verur sem lifa og þróast taugakerfislausar.
Sellurnar geta líka lifað sínu lífi, jafnvel heil líffæri geta
lifað án nokkurs sambands við taugakerfið. Þetta hafa
hinar merkilegu uppgötvanir Karrels og annara líffræð-
inga sannfært oss um, betur en allar fyrri rannsóknir.
Það er langt síðan að menn tóku eftir því, að hægt
er að geyma hjarta úr froski eða skjaldböku nokkurn
tíma í saltvatni og að hjartað heldur áfram að slá eins
og það gerði í lifandi dýrinu. Þetta var þakkað tauga-
hnoðum sem eru í hjartaveggnum, en nú vitum vér að
hægt er að geyma hjartasellur í allt að 2 mánuði og þær
halda áfram að dragast saman með jöfnu millibili eins og
áður. Og nú vitum vér að það er ekki einungis hægt að
geyma lifandi seliur og jafnvel heil líffæri úr dýrurn með'
köldu blóði, heldur einnig úr spendýrum með heitu blóði,
og þá manninum líka.
Það eru einkum 3 menn sem mega teljast frumkvöðl-
ar þessara mikilvægu uppgötvana: Harrison, Burrows og
Carrel, alt amerískir visindamenn. En einkum er það þó
hinn síðastnefndi, sem mestan heiður á skilinn, þvi hann
hefir skarað langt fram úr öllum öðrum í því að leiða
þessar miklu nýjungar í ljós.
Carrel hefir tekist að geyma í margar vikur óskemda
og lifandi ýmsa líffærahluta, sem ýmist er skornir út úr
lifandi dýrum eða dýrum sem eru nýdáin. Og það eru
ekki einungis heilbrigðir partar líkamans, sem hægt er
geyma, heldur einnig æxli og meinsemdir, eins og t. d.
krabbamein. Það var lengi mestu erfiðleikum bundið að'
halda líkamspörtunum óskemdum og varna bakteríum að-
göngu að þeim, og svo þurfti að finna ýms skilyrði sem
sellurnar heimta til að geta dafnað vel. Þær þurfa t. d.