Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1914, Page 69

Skírnir - 01.12.1914, Page 69
Æfisaga min. 405 á að láta kenna mér, en þurftu mín við til vinnu, jafn- óðum og eg fór að geta nokkuð unnið. Fremur var eg seinþroska og orkulítill frameftir árunum, og var eigi traust að eg fengi að skilja það hjá jafnöldrum mínum sumum, að eg væri þeim eigi jafnsnjallur að harðfengi né atorku eða að þeir gerði gys að bókafýst minni. Slíkt tók eg mér þá nærri; en fékk eigi að gert, með því heilsa mín var líka tæp fram að tvítugsaldri. En þá fór hún að styrkjast; og mun eg eigi hafa staðið öðrum mjög mikið að baki, meðan hún var nokkurnveginn góð. Þegar eg var á 17. árinu komu foreldrar mínir mér fyrir hálfsmánaðartíma hjá séra Jóni Högnasyni í Hrepp- hólum, til að læra skrift, reikning og byrjun í dönsku. Það var stuttur námstími, en þó átti eg hægara með að bjargast á eigin spýtur eftir en áður. Þann vetur fór eg og fyrst til sjávar; reri eg síðan út 13 vetrarvertíðir, flest- ar í Grindavík, og auk þess nokkrar vorvertíðir. Við út- róðrana kyntist eg fleiri hliðum iífsins, fleiri mönnum og fleiri héröðum. Þetta get eg með sanni kallað mína fyrstu mentunar undirstöðu. Þó hún væri á næsta lágu stigi, var hún þó betri en ekkert, því við þessar tilbreytingar þroskaðist hugurinn betur en hann hefði gert, ef eg hefði ávalt setið kyr heima. Vorróðra mína reri eg í Keykja- vik, og komst þar í kynni við mentaða menn, svo sem Dr. Jón Hjaltalín landlækni, Jón Pétursson yfirdómara, Jón Arnason bókavörð, Sigurð Guðmundsson málara, Arna Thorsteinsson og Steingrím bróður hans, Arnljót Olafsson og Gísla jarðyrkjumann bróður hans. Gisla hefði eg vel mátt telja fyrstan, því við hann kyntist eg fyrst, og hann kom mér, beinlínis og óbeinlínis, í kynni við flesta hina. Þetta varð mér að góðum notum; eg lærði talsvert af við- kynningunni við þessa menn, auk þess sem þeir gáfu mér ýmsar góðar bækur. A þessum árum horði eg að lesa dönsku, rita hreina íslenzku og skilja hinar málfræðislegu hugmyndir. Einnig fekk eg yfirlit ytir landafræði og náttúrusögu. Af grasafræði Odds Hjaltalíns lærði eg að þekkja flestar blómjurtir, sem eg sá; varði eg til þess
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.