Skírnir - 01.12.1914, Qupperneq 70
406
Æfisaga min.
iriörgum sunnudögum á sumrin. Jón Árnason kom mér
á að skrifa upp þjóðsögur, þó lítið af því kæmist í safn
hans, er þá var nær fullbúið. — Sigurður málari vakti
athygli mína á fornleifum; og fór eg þá að nota tækifæri,
að skoða rústir í Þjórsárdal, og síðan ritaði eg um þær.
Á fleiru byrjaði eg þá; en lítið varð úr því flestu, því eg
varð að verja tímanum til líkamlegrar vinnu, og gat þvi
eigi tekið verulegum framförum í bóklegum efnum, meðan
eg var best fallinn til þess.
Vorið 1866 féll eg af hesti, kom niður á höfuðið og
kendi meiðsla í hálsinum og herðunum; þó bötnuðu þau
bráðum aftur. En það sama sumar fékk eg þau einkenni-
legu veikindi, að þegar eg lét upp bagga, eða reyndi á
brjóstið, þá fekk eg óþolandi verkjarfiog i höfuðið, og fanst
mér sem það liði upp frá brjóstinu. Fyrst framan af leið
verkjarfiogið úr jafnóðum og áreynslan hætti; en af því
eg hélt áfram að reyna á mig, hættu þau að líða svo
fljótt úr. Skúli læknir Thorarensen réði mér þá til að
h æ 11 a v i n n u. En því ráði sá eg mér ekki fært að
fylgja; og svo fór eg versnandi næstu árin. Taugarmín-
ar tóku að veiklast. Komu nú fram fleiri einkenni; þeg-
ar eg talaði hátt, fékk eg magnleysi í tunguræturnar; þeg-
ar eg sofnaði á kvöldin, dró svo úr andardrættinum, að
eg hrökk upp eins og mér lægi við köfnun. Raunar var
þetta ekki á hverju kvöldi, en þó oft, og aldrei oftar en
þrisvar sama kvöldið. Um þessar mnndir varð sveitungi
minn einn yfirfallinn af brjóstveiki. Hann fór til sr. Þor-
steins sál. á Hálsi, var þar eitt sumar og kom aftur albata.
Hann réði mér til að fara þangað líka, og svo fór eg norð-
ur vorið 1868. En eg komst ekki að hjá sr. Þorsteini, og
fór því til sr. Magnúsar á Gfrenjaðarstað, sem fyrstur var
»homöopath« hér á landi. Var eg þar um sumarið og
brúkaði meðul hans. Batnaði mér þar svo, að aldrei síð-
an hefi eg kent floganna í höfðinu, magnleysisins ítungu-
rótunum eða að drægi úr andardrættinum er eg sofnaði.
Taugarnar styrktust og nokkuð, en eigi til hlítar á svo
stuttum tíma. Þá er eg fór frá sr. Magnúsi um haustið,