Skírnir - 01.12.1914, Side 79
Pulur.
Flest verður oss íslendingum að yrkisefni, og »oft eru
kvæða efnin rýr«, en engin grein kveðskapar er sú, sem
jafn-lítt er vandað til eins og þ u 1 u 1 j ó ð i n. Þetta er
eins og blómvöndur, sem alt er tínt í sem hönd á festir,
þyrnar og þistlar, augnfró og ýlustrá, rósir og skollafætur
og svo margt sem rót festir í myrkri moldu.
Dr. Guðm Finnnbogason segir að þulan sé »kvenlegur
bragarháttur«* og styður mál sitt við eitt og annað
ábyggilegt í fari kvenna, og fleiri karlmenn veit eg
að halda því fram að þulur séu aðallega kveðnar af kon-
um. Skilst mér sem þeir dragi það af því, hve sundur-
leitar þær eru að efni og framsetningu, engri hugsun sé
haldið fastri, þotið úr einu í annað stefnu- og fyrirhyggju-
laust, og kveðandin að því skapi óvönduð að slikt myndi
konum einum trúandi til að láta frá sér fara.
Svo mörg og fleiri eru orð blessaðra karlmann-
anna; má vera að þeir hafi nokkuð til síns máls, og vei
get eg fallist á að þulur séu runnar undan tungurótum
kvenna, og mér finst jafnvel sem eg viti hvernig þær eru
til orðnar.
Það eru sem betur fer ekki allir, sem þekkja það af
eigin reynslu að sinna í einu mörgum börnum á misjöfn-
um aldri. Það hefir nú æxlast svo, að eg þekki þó dálít-
ið til þeirra hluta, og þó eg hafi aldrei verið einyrki, þá
get eg sett mig í spor barnakonunnar, sem eftir langa
mæðu er búin að koma kornabaminu í svefn, og þarf að
*) Skirnir 1914, bls. 102.