Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1914, Side 80

Skírnir - 01.12.1914, Side 80
416 Þulur. nota stundina til að sauma að spjörum hinna, eða grípa í að gera þeim á fótinn, eða prjóna neðan við sokk bóndans, en hún hefir 3—4 eða jafnvel fleiri órabelgi á pallinum, sem eru margvísir til að rífa upp litla barnið, og nú er að finna ráð til að halda þeim í skefjum. Söguforðinn er fyrir löngu upp unninn og marg-jórtraður, allar gátur ráðnar, og eitt er áreiðanlegt, að þögn og kyrð fæst ekki ókeypis hjá hraustum og fjörugum börnura. Konan gríp- ur þá til þess örþrifaráðs, að setja saman í hendingum og hljóðstöfum það sem kallað er þ u 1 a. Enginn timi er til þess að vanda mál og rím, því síður að kveða til lengdar um sama efni, tekið það sem í hugann flýgur, hvað svo sem það er, og börnin taka þakklát móti þessum nýja fróðleik um krumma og kisu, stássmeyjar með gullspöng um ennið, sem ekki geta setið nema á silfurstól, og ekki sofið nema á svanadún, riddara sem gefa stúlkunni sinni gullið alt í Rínarskóg, kongshöllina, þar sem framreiddir eru u g g a r og r o ð og kongurinn drekkur s y r j u og s o ð, um álfa, dverga, tröll og marbendla og margt margt fl. Þetta læra börnin, og seinna, þegar stúlkubarnið er sjálf komin í sama sköturoðshnakkinn, rifjar hún upp fyrir sér þulurnar, sem raamma kendi henni þegar hún varlít- il, en hún man þær ekki orðrétt, en hvað gerir það, bara krakkarnir láti af ærslunum litla stund. Hún gerir sér hægt um hönd, tekur miðpartinn úr einni þulunni og skeyt- ir framan við upphafið á annari, og svo koll af kolli eft- ir því sem henni hugkvæmist, bætir svo i skörðin frá eigin brjósti. Af þessu leiðir það eðlilega, að einn heflr þessa þuluna á alt annan veg en hinn, þó auðsætt sé að stoíninn er einn og samur og alt sama tóbakið. Nýju tímarnir hafa svo mjög gengið á móti þessum einfalda fróðleik og barnafró, að heita má að þulur séu nú aldauða, nema það sem fræðimenn hafa forðað frá tor- tíming og komið á prent, eða geymist á söfnum. Mæð- urnar verða að leita nýrra ráða til að hafa af fyrir börn- um sínum, því nú munu þær færri sem kunna þulubrot til að prjóna ofan við og neðan við, en ekki er eg trúuð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.