Skírnir - 01.12.1914, Page 95
Eitfregnir.
431'
til yngri systur hennar, Kristrúnar, og lofast henni. Fá heitrofin'
svo mjög á Hrafnhildi, að hún fyrirfer sér á skáldlegan og hrika-
legan hátt.
Víðáttumikið er efnið í leikritinu ekki. Það er einn harmleik-
ur ástarinnar enn. Alt er hér gagnþrungið af ást, ástargleði eða
ástarhörmum. Það er næstum því sem ekki só til annað en ást,
loftið er fult af henni, klettarnir bergmála af henni. Leikhetjurnar
virðast ekki samsettar á þann hátt, að þær búi yfir mörgum ósam-
kynja þrám og sundurleitum þörfum — þær virðast hyggja
á lítið nema ástir. En alvara lífsins, þungbryn og harðlynd, ríkir
i þessum leik um mannlegar ástir með öllum breyskleika þeirra,
hviklyndi, undarlegum refilstigum, dutlungum, hógómagirnd, gá-
leysi, lóttúð og örlögþrungnum afleiðingum í eftirdragi.
Kýtt er efnið í leiknum ekki, hvorki sú örlagasaga, sem þar er
sögð, uó birta sú, er brugðið er yfir hana. T. d. minnir hór all-
margt á »Leonarda« Björnsons. Við bar það og, að eg við lestur-
inn mintist Jóhanns Sigurjónssonar og leiktaka hans. En búning-
urinn er sumstaðar frumlegur, sýningarnar sumar, t. d. klettasýningin í
seinasta þætti. Er auðskilið, að dönskum lesendum þyki nýnæmi á
slíku. Er sá þáttur líka næsta áhrifamikill og verður vart lesinn nema
með óþreyju og óróa. I leiknum er gnótt fagurra mynda og líkinga,
sem allar bera skaldgáfu höf. ótvírætt vitni. Þátturinn af Hrafuhildi
og grasakonunni er og gullfallegur, sem austurlenzkur skáldadraum-
ur, einkum seinast. Það leynir sór og ekki, að höf. hefir veitt mörgu
eftirtekt í skógarlundum og klettaþröngum ástarinnar.
Aðalleikhetjan er Hrafnhildur, og er það ekki nýtt, að íslenzk
skáld skemti sór við að skapa konur með stórfenglegu skaplyndi.
Mun það ekki eitt auðkenni íslenzkra bókmenta, bæði að fornu og
i}ýju, hve kvenlýsingar takast þar haglega og fagurlega? Hrafn-
hildur er ástheit og blíð, dansar af ástarsælu og fyllir alt unaði,
bæði menn og blóm. En hún er líka skaphörð og stórlát og hug-
uð sem skjaldmær. Fornt og íslenzkt er nafnið, forn og íslenzk er
lundin líka. Það er ekki eingöngu nafnið, sem minnir ofurhtið á
Brynhildi Buðladóttur, heldur og skap hennar og tiltektir. Krist
rún er gagnólík systur sinni, eintóm bógómagirnd, og af þeim sök-
um heppin í ástum, leikur sór að fjöreggjum mannanna með kaldri
lundu, hlífir þar ekki svo mikið sem systur sinni og virðist ger-
sneydd allri æðri viðleitni, sem títt er um þessháttar konur. Að
öðru fólki í leikritinu kveður nauðalítið.
Vinur höfundarins, hr. kaupmaður Ólafur Thors, hefir kostað