Skírnir - 01.12.1914, Síða 98
434
Ritfregnir.
ranglæti því, er hann varð að þola, bitna á saklausum mönnum,
— ef hann, sakleysinginn, ynni sór sekt fyrir ranglæti annara.
Anna veit, að Hjalti fer úr hellinum — hvort sem hún vill
eða ekki. Hann v e r ð u r að gera það. Við því fær enginn gert.
En þá er um að gera, að hann geri gott en ekki ilt, þegar út
kemur. Það yrði honum eina vörnin, eftir að svo væri komið.
Hún getur ekki varið hann lengur. Nú verður hann sjálfur
að gera sér virki til varnar — ekki úr klettum heldur í hugum
og hjörtum þeirra manna, er verða hans varir, Og hún leggnr
honum ráðin :
»Mundu eftir því að fara aldrei úr hellinum, nema þú getir
gert eitthvað gott með því, eitthvert kærleiksverk. Sittu þig aldrei
úr færi ef þú getur hjálpað einhverjum, sem bágt á, eða komið
einhverju fram til góðs, svo að hljóðlátar þakkargjörðir séu sendar
guði í kyrþey, fyrir það sem þú hefir gert — þó að það verði
til þess að menn viti, hvar þú dvelur. Þá verða fleiri þór til liðs,
en þú veizt nokkurntíma af. Þvíaðáendanum erþað
kærleikurinn, sem sigrar heimin n«.
Svo segir húu honum sögu um glæsilegan riddara. Hann
strengdi þess heit, að þjóna engum höfðingja nema þeim einum
er öllum væri meiri og engan hræddist. Riddarinn leitaði víðsveg-
ar að þessum höfðingja og fekk loks að vita, að enginn var slíkur
nema Kristur. Þá gaf hann alt sem hann átti, settist að við fljót,
bar gangandi menn yfir það og reyndist þeim bezt, er minstir
voru máttar og mestir hjálparþurfar. Áf þessu varð riddarinn sæll
maður og sannheilagur.
Þessi saga opnaði Hjalta n/jan heim. Markarfljót rann skamt
fyrir framan hellismunnan. Það var ilt yfirferðar og hrakti marg-
an mann. Hann gat orðið riddarinn við fljótið !
Hann bjó áfram í hellinum, og gaf nákvæmar gætur að
mannaferðum yfir fljótið. Ef eitthvað varð þar að, þaut hann eins
og elding ofan úr helli sínum — til bjálpar. Og æfinlega gat
hann bjargað, því hann var syndur sem selur og hverjum manni
hraustari og harðfengari. í þessu fann hann viðnám afli sínu,
ánægju af unnu starfi og ástsæld allra, sem urðu hans varir.
Hann varð góðvættur hóraðsins og átrúnaðargoð.
Loks bjargar hann lögmanni sjálfum úr fljótinu. En sverðið
lögmannsins liggur þar eftir.
»Eg bjarga ekki lífi mauna í launaskyni«, segir hann við lög-