Skírnir - 01.12.1914, Page 110
446
Útlendar fréttir.
álfum. Vegna þessa hafa þeir lagt svo mikið kapp a, að koma
upp sterkum herskipaflota. Þeir höfðu í fyrstu, eftir myndun
þyzka ríkisins, svo mörgu að sinna heima fyrir, að hugur þeirra
dróst ekki að nýlendumálum. En þegar þeir fóru að gefa þeim
gaum, þá voru helztu nylendusvæðin í annara höndum, er höfðu
náð þar fótfestu og búið þar um sig. Fólksfjöldinn heima fyrir í
Þýzkalandi óx mjög, og iðnaðurinn óx í landinu og þar með þörf
fyrir markað handa þeim vörum, sem þar voru framleiddar.
Þjóðverjar fundu meir og meir til þess að þá vantaði við-
skiftasvæði í öðrum heimsálfum, nýlendur, er stæðu í meira eða minna
föstu sambandi við heimalandið. Skilyrðið fyrir því, að geta eign-
ast nýlendur og haldið þeim, er að hafa ráð yfir herskipum, og því
fóru Þjóðverjar að koma sór upp flota og gengu að því með miklu
kappi. Þeir fóru að ryðja sér til rúms úti um heiminn, brjótast
til nýlenduyfirráða til og frá og ryðja verzlun sinni nýjar brautir.
Þarna urðu þeir keppinautar Englendinga og brátt sú þjóðin, sem
gerði það ískyggilegast í augum Englendinga, hvort þeir mundu
fá haldið til frambúðar yfirráðunum á hafinu eins og áður. Að
herskipaeign eru Þjóðverjar nú á síðustu tímum komnir fram úr
öllum þjóðum öðrum en Englendingum einum. Það er þessi kepni
út á við, sem veldur því, að England og Þýzkaland berast nú á
banaspjótum. Þótt Þýzkaland hefði sigrast á Frakklandi nú í
ófriðnum, mundu Þjóðverjar ekki hafa tekið land af Frökkum heima
fyrir. En þeir mundu hafa tekið af Frökkum nýlendur þeirra og
orðiðl miklu voldugri keppinautar Englendinga um yfirráðin á
hafinu eftir en áður. Þjóðahatur hefir ekki átt sér stað milli Eng-
lendinga og Þjóðverja, eins og milli Frakka og Þjóðverja, en rígur
hefir verið milli þjóðanna og kepni í atvinnumálum og verzlunar-
málum, er altaf hefir farið vaxandi, ekki sízt vegna vígbúnaðar-
kapphlaupsins og hins sífelda umtals um að stríð væri óhjákvæmi-
legt milli þjóðanna fyr eða síðar. Samt er svo að sjá sem Eng-
lendingar hafi ekki viljað stríð við Þjóðverja nú, út af því ófriðar-
efni, sem fyrir lá, þvi enska stjórnin reyndi til þess, að koma sátt-
um á milli Austurríkis og Serbíu, og þar með að varna því, að úr
Evrópustríði yrði að þessu sinni.
Mikill sómi er það Englendingum, hvernig nýlendur þeirra
hafa tekið í strenginn með þeim í þessum ófriði. Hinar helztu
þeirra keppast um að láta í Ijósi samhug með Englendingum. Og
ekki nóg með það, heldur leggja þær fram af frjálsum vilja lið og
fé til liðveizlu við þá í stríðinu. Svo er bæði um Kanada og Suð*-