Fjölnir - 01.01.1847, Page 4

Fjölnir - 01.01.1847, Page 4
4 jþví hann hefði ekki kallað á neinn sjer tii hjálpar, sagði hann, að sjer hefði þótt óþarfi að gjöra neinum ónæði um nóttina, af því hann vissi, hvort sem væri, að hann gæti ekki lifað. 3>ví næst Ijet hann flytja sig í Friðriksspítala, en ritaði fyrst til etazráðs Finns Magnúss-sonar, til að fá hann til áhyrgðarmanns um horgun til spítalans. J»egar Jónas var kominn jrangað og lagður í sæng, var fóturinn skoðaöur, og stóðu út úr beinin; en á meðan því var komið í lag, og hundið um, lá hann grafkyr, og var að lesa í hók, en hrá sjer alls ekki. 5ar lá haiin tjóra daga, vel málhress og lífvænlegur yfirlitum; en fjórða daginn að kvöldi, þegar yfirlæknirinn gekk um stofurnar, sagði hann við aðstoðarmenn sína, þegar hann var genginn frá rúmi Jónasar: ”tækin verða að híta í fyrra-málið, við þurfum að taka af lim”; hafði læknirinn sjeð, að drep var komið i fótinn, en hins varði hann ekki, að það mundi dreifast eins fljótt um allan líkamann, og raun varð á. Jónas bað, að Ijós væri látið loga hjá sjer um nóttina; síðan vakti hann alla þá nótt, og var að lesa skemmtunar-sögu, sem heitir Jacob Ærlig, eptir enskan mann, Marryat að nafni, þangað til að aflíðandi miðjum-morgni; þá hað liann um te, og drakk það, fjekk síöan sinardrátt rjett á eptir, og var þegar liðinn; það var hjer um bil jöfnu báðu miðs- morguns og dagmála, hálfri stundu áður, enn taka átti af honum fótinn. Hann var grafinn í hjástoðar-kirkjugarði, sem kallaður er, í þeirn hluta hans, er liggur til þrenningar- kirkju, Ltr. S, Nr. 198. jþað var 31. maí, í góðu veðri og blíða sólskini. Allir þeir Islendingar, sem þá voru hjer í Kaupmannahöfn, og nokkuð þekktu hann til muna, fylgdu honum og háru kistuna frá líkvagninum til grafar- innar; hörmuðu þeir forlög hans og tjón ættjarðar sinnar, hver sá mest, sem honum var kunnugastur, og bezt vissi, hvað í hann var varið. 5að sem eptir hann liggur, mun lengi halda uppi nafni hans á Islandi, og bera honum vitni, betur enn vjer erum færir um; en svo ágætt sem margt

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.