Fjölnir - 01.01.1847, Qupperneq 28
28
IIREIÐARS-IIÓLL.
A. einum staö í Norðurlandi stentlur haugur fram til dala,
og er ýmist kallaður Hreiðarshóll eöa Hreiöurhóll. Jað
hefur farið meö nafnið á þessum haugi, eins og vant er
aö fara með örnefni, aö {>egar þau fyrnast, og ]>að cr
gleymt, sem jþau voru við kennd, jþá ruglast örnefnin, og
enginn maöur veit, hvaö þau merkja. Sumir segja Hreið-
arshóll sje rjettara, ogsje nafnið dregið affornmanni, sem
]>ar haíi verið heygður; aptur segja sumir, aö þetta sje
rangt, og færa það til síns máls, að á hverju sumri verpi
sólskríkjur og steindeplar í urðinni fyrir ofan hólinn, svo
hitt sje rjettnefni, að kalla hann Hreiðurhól. Höfundur
þessara hlaða er ekki fær um að skera úr svo mikilvægri
]>rætu, en lætur sjer nægja að skora á alla fornfræðinga,
að þeir noti þetta tækifæri, til að reyna skarpleikann og
sýna lærdóminn, og eyða þessu þrætuefrii fyrir þeim í
Grímstaða )-hrepp, svo þeir fái tíma til að keppa um eitt-
*) Jiessu Ibæjarnafni er breytt, og eins verður gert á liverjum
stað í þessari sögu, þar sem nefna þarf menn, sem annað-
livort cru lifandi eða ný-dánir; þetta þótti varlegra, til að
komast lijá að styggja neinn. Islendingar eru, enn sem komið
cr, svo tívanir við að sjá nafn sitt nefnt eða gjörða sinna
getið á prenti, að þeir fætast bækurnar, eins og ”gapastokk”,
cn vara sig ekki á, að tungurnar allt i kringum þá eru bæði
fjölmæltari og verri viðfangs, enn liækurnar; því bækurnar geta
ekki borið á mtíti því, sem þær liafa sagt, lieldur vcrða að
ábyrgjast það.