Fjölnir - 01.01.1847, Side 63

Fjölnir - 01.01.1847, Side 63
á meðal hinna áðurtuldu, svo að rjettu lagi get jeg ekki talið meir enn 80 íslenzkar fuglategundir, sem verpa í landinu og eru þar að staðaldri. Samt má ekki sleppa hinum og skal jeg því nefna þá alla samt, eptir þeirri röð, sem mjer þykir fara hezt; og getur hún samt ekki orðið svo, að alstaðar sjáist skyldugleikinn, því víða verða í henni eyður, sem ekki verða fylltar upp — liðirnir, scm eiga í þær, luia hingað og þangað út um heiminn — og verða menn svo að draga hitt saman, og gefur [)á ekki hjá því farið , að myndin líti stundum út, viölíkt og ef á einhverju blómi blaðaleggina vantaði eða bálf lilöðin, og sætu [>au svo föst á stönglinuni — mjer [lýkir gott, ef mjer ekki tekst svo, að blöðin snúi niður á við eða stöngullin komi á undan rótinni. F y r s t i h ó p u r. Gripfuglar (raptores). I. deild: Dagfuglar (aves rapaces diumae). 1. Arnakyn (aquila). 1 tegund. Orn, assa; sjó-örn (aquila albi- cilla) á heima á Islandi og byggir sjcr hreiður í klettum; ung er hún dökkgrá með svart nef, en fær með aldrinum gult nef og hvítt sfjel og gránar þá um höfuðið. Jiessi litaskipti bafa valdið [>ví, aö sumir hafa gjört 3 tegundir úr einni, og sumir standa fast á [>ví enn. 3>á kalla [>eir göndu örnina hvíthöfðu (a. leucocephala); en allt er þó reyndar sami fuglinn. Ornin verður 100 ára eða meira og getur flogiö þrjár þingmannaleiðir á klukkusturidinni. 2. Fálkakyn (falco). 1. tegund. Fálki, valur; veiðifálki (falro is- landicus); þenna mikla veiði garp þekki þið allir. Hann fer varla úr landi, nema ársgömlu fuglarnir, sem fljúga

x

Fjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.