Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Page 6
6
Ræða við vígslu
og sál og líkami eru innilega sameinað i eitt, eins
á líka allt andlegt og veraldlegt að skoðast sem
hliðar á hinu eina og sama lífi, sem á að stefna að
sameginlegu miði, sem er eflíng guðs ríkis hjer á
jörðunni. jjað er einhver hin mesta mæða, þegar
menn aðskilja það, sem guð hefur sameinað; en hið
andlega og veraldlega, liimneska og jarðneska, hið
innvortis og útvortis, er ekki hvort öðru gagnstætt,
lieldur óaðgreinanlegt í eðli sínu, og það er einkenni
sannrar menntunar, að koma mönnum í skilningum,
að sá einn lifi rjett fyrir himininn, sem líka ástund-
ar að lifa rjett fyrir heiminn — að sá einn getur orð-
ið samarfi Jesú krists, að hinu eilífa lífinu, sem, eins
og hann, vill gegna skyldum lífsins — guðs riki er
eitt, og hvergi brostið í sundur, einn liður þess nær
í annan; upphaf þess og endir er Kristur, því frá
honum og til hans eru allir hlutir, og fyrir hann á
allur skilnaðarveggur milli hins andlega og verald-
lega að niður brjótast, svo að með liverju móti sem
vjer þjónum, hvört heldur í andlegri eða veraldlegri
stjett, þá skulu allir vera sem einn maður í því guðs
ríki, sem ætíð á að eflast og aukast i mannlegu fje-
lagi, og þessvegna á hið andlega, sem vjer svo köll-
um, að verða veraldlegt, og hið veraldlega andlegt.
Jað er nú hið mikla mark og mið prestastjett-
arinnar, að koma hinum andlegu sannindum inn hjá
tilheyrendum og sóknarbörnum sinum, með þeim
hætti, að þau nái að hrífa á lifið og endurbæta það í
sjerhverri grein, og er þó þess vel að gæta, að ekk-
ert er að álíta sem lítilljörlegt, hverju nafni sein
heitir, ef það miðar til hins betra, og að ekkert er
svo veraldlegt, að það geti ekki orðið andlegt, ef
það er byggt á æðri þekkíngu, og helgað af anda
Krists, og við þenna anda á öll menntun að vera
bundin, því það er hann, sem helgar eins hiö smærsta