Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Page 8
8
Ræða við ví^slu
kristilegum anda, þess næmari verður tilfinníng
hans fyrir allri siðsemi, reglu og fegurð, og eptir
því sem sannleikur Krists fremur lifir í honuin sjálf-
um, verður lika laungunin meiri til að sjá ávexti
hans koma fram í lífi safnaðarins; — Öll lýti og mis-
smíði á lífinu verða honum því andstyggilegri, sem
hann er menntaðri, og þess vegna lætur hann sjer
annt um, að vanda um allt slíkt; og má nærri geta,
að þegar hann, eins og honurn her, gjörir þetta með
hógværum og föðurlegum anda, að honum muni verða
talsvert ágengt, þar sem hann á við svo marga að
skipta, og að liann, að minnsta kosti, muni ávinna
ei allfáa af hinum ýngri, og þó ávextirnir komi ei
ætíð svo fljótt í ljós — því hið góða fer opt dult —
þá er aldrei iítilsvert að greiða götu drottins, og
strá því sæði, sem á sínum tíina muni bera ávöxt.
Enginn maður getur lagt það niður, hversu mikið
vel menntaður prestur i Kristi ávinnur til framfara í
söfnuði sínum, þegar hann aldrei lætur sjer úr minni
liða þá köllun, sem liann er til kallaður, sem er að
vaka yfir hjörð sinni í öllum greinum, og hvervetna
að efla hennar kristilega lif, bæði í andlegum og ver-
aldlegum efnum. Hins vegar mun bágt að gjöra
grein fyrir, hversu mikið íllt leiðir af því, ef prest-
ur varirækir skyldur sinar, eður er ófær um að gegna
þeinr sökum vankunnáttu sinnar, af þvi hann hefur
ekki auga á lifinu, eins og Kristur vill, að það sje.
Jeg vil ekki spilla þessari gleðistund, með því að
lýsa þvílíkum ófögnuði.
Jað liggur enn framvegis í eðli trúarbragðanna,
að þau geyma í sjer uppsprettu allrar menntunar,
og þess vegna getur ekkert átt verr við, en að þeir
menn sjeu lítt að sjer, sem ega að vera kennend-
ur guðs orðs. Um það skirskota jeg til sögunnar,
að engin menntun hefur hjá nokkurri þjóð átt sjer