Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Blaðsíða 12
12
Ræða við vigslu
konúnga mest hefur látið sjer annt um oss og liagi
vora, og vottar það um vizku hans og skörugleika,
að hann svo mjög hefur flýtt fyrir því, sem á mestu
reið og á undan öllu öðru verður að gánga, því það
er ugglaust, að þó þekkíngin sje ei hið æðsta, þá
er hún samt hið fyrsta, og án hennar engrar við-
reisnar von eða frainfara.
Einsog konúngi vorum er annt um, að sá góði
tilgángur, sem hann hefur í þessu, verði oss að til-
ætluðu gagni, eins hefur hann ekkert látið eptir-
liggja, sem í hans valdi stóð, að þessi prestaskóli
mætti fá sem bezt skipulag, og sem hezta uppfræð-
íngu, hversvegna hann hefur kallað prófast Dr.
Pjetur Pjetursson til að vera forstöðumann þessa
skóla, og mun það hver maður mæla, án þess jeg
þurfi að fara þar um fleirum orðum, að ei hafi ann-
ar niaður hjer á landi orðið hæfilegar valinn til þessa
verks en hann, og í þeirri stöðu, sem jeg er, getur
ekki annað glaðt mig meir, en að vita mig mega
treysta þeim inanni, sein á að uppfræða og leiða
prestaefni landsins, svo þeir fái orðið söfnuðum sín-
um til uppbyggíngar og stjett sinni til sóma. Jeg
lieilsa yður því með gleði svo sem meðþjón í því
sameginlega verki drottins, sem oss er á hendur
falið til uppbyggíngar hans kristni, og jeg fel yður
framvegis þennan prestaskóla á hendur með þeirri
hjartanlegu ósk, að eins og guð hefur gefið yður
viljann, gáfurnar og lærdóminn, svo veiti hann yður
líka krapt og gæfu til að koina sem raeztu góðu til
leiðar í þessari yðar nýju og veglegu stöðu, hans
nafni til dýrðar, vorri ástkæru fósturjörðu til gagns
og yður sjálfum til sóma!
Með þessum fyrirmælum lýsi jeg þá í nafni
Guðs Föður, Sonar og Heilags anda blessuninni
yfir þessari nýju andlegu vísindastiptun, prestaskól-