Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Síða 13
prestaskólans.
13
nnum, seni hjer er nú stofnsettur. En þó bjartaft
sje heitt og árriaðarorð þess einlæfij og innileg, f»á
er það þó veikt og vanmegna, og í öllum hlutum
komið uppá þig, himneski íaðir! sem einn ert þess
megnugur að blessa fyrirtæki vor, og með jþví þú
hænheyrir sjerhvern þann, sem biður þig í Jesú
nafni, þá fulltreysti jeg einnig því, að þú blessir
sjerhvert verk, sem stofnað er í nafni þins sonar,
og hvað skyldi fremur vera þannig á stofn sett en
þessi stiptan, sem á að rniða til að efla þitt ríki og
sannan kristinndóm meðal vor?
Eins og sonurinn hefur vegsamað þig faðir!
svo vegsama þú einnig soninn, með því að helga
honum þennan vorn skóla, og blessa hann oss og
niðjum vorum, svo að Kristur megi ríkuglega búa
á meðal vor, og vjer í hans nafni ná að vaxa íöllu
góðu, í öllu, sem heyrir til vors friðar, svo að vjer,
sem erum lítil og fámenn þjóð á afskektum hólma,
getum náð að fullkonmast í þekkíngu þíns sonar,
og í allri þeirri endurnýúngu og helgun lífsins, sem
sönnum kristindómi er samfara. Blessa þú alla þá,
af hverri stjett sem þeir eru, sem með kristilegum
anda leitast við að efla heillir fósturjarðarinnar, og
gef, að liún megi gæta síns vitjunar tíma, því þú
hefur nú á þessum tímum vitjað þíns fólks, og vilt
gjöra hjá því vistarveru. Sjá! nóttin er umliðin en
dagurinn tekur til að nálgast; gefðu oss drottinn!
góðan dag, að vjer megum gánga eins og á björt-
um degi, einsog Ijóssins börn. Blessa allar stjett-
ir meðal vor, og veit þeim öllum í einíngu andans
að vinna að sameginlegu gagni, svo þú verðir lof-
aður í öllum hlutum. Einkanlega biðjum vjer þig
að blessa hina andlegu vísindastiptan, sem hjer er
stofnuð í dag, að hún megi verða þessu landi rík
blessunar lind kristilegrar menntunar og siðgæða,