Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Blaðsíða 20
Ræða við setníngu
20
mannsins, undir (lögg og sólskini og ýmsum útvort-
is kríngumstæðum, en f>ó hvaft mest undir lífsafli
því, sem drottinn lætur hreifa sjer í plöntunni sjálfri;
eins verða og andlegar framfarir í prestaskólanum
komnar undir kunnáttu og lægni kennendanna, nám-
fýsi og ástundan prestaefnanna, viturlegri og ná-
kvæmri aðhlynníngu yfir uinsjónar mannanna, en þó
umfram allt uridir náð og hlessun drottins, því aö
liann er sá, sem ávöxtinn gefur; liann verðum vjer
jafnan afi biðja að vera i verki með oss oggefa oss
náð til þess að geta unnið i hans anda og þá getur
ekki hjá því farið, að vinna vor verði honum til
dj'rðar og hans ríki til eflíngar. En vjer verðum að
vinna án þess að þreytast og hiðja án þess að þreyt-
ast og megum ekki vera of bráðlátir, nje búast við
fullkomnum ávöxtum nú þegar; þeir verða smám-
saman að þroskast, eptir því sem bæði sjálfur presta-
skólinn menntast betur í skóla reynslunnar og líka
eptir þvi, sem þeir, er í liann gánga, dreifast víðar
út um landið og fá færi á að verja því, er þeir hjer
hafa numið, öðrum til heilla. Jað sæti illa á mjer
að hnjóða í þá andlegu menntun, sem prestaefni hafa
að undanförnu fengið hjer á landi; hún hefur efa-
laust verið svo fullkomin, sem kostur liefur verið á
eptir þeirri lögun og því skipulagi, sem liinn lærði
skóli hefur haft og það vita allir, hve margir góðir
prestar hafa verið og eru hjer á landi, sem þó hafa
ekki notið háskóla menntunar, heldur eingaungu
þeirrar, sem latínuskólinn veitti þeim og þeir síðan
sjálfir juku. En þetta sýnir þó einúngis, hvað hafi
verið, en ekki hvað verða muni; það sannar hvorki,
að frekari menntunar gjörist ekki þörf, nje heldur
hitt, að prestaskólinn muni ekki mennta prestaefn-
in betur, eða gjöra þá hæfari fyrir embættisstöðu
þeirra. Prestaskólinp er sprottinn af vilja þjóðar-