Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Síða 21
prestaskólans.
21
innar; þessi vilji er borin fram á þjóðþíngi voru,
stuiidur af merkustu mönnum landsins og Iionum
allramildilegast veitt fullnusta af konúngi vorum.
Vilji þjóöarinnar sprettur eðlilega af tilfinníngu þarf-
arinnar; en tilfinning þarfarinnar í andlegum efnum
er liið fyrsta skref á framfara vegi, og það er þeg-
ar landinu mikill ávinningur, að bugsjón sú, sem
þannig liefur birzt í tilfinningu og vilja þjóðarinnar,
er nú búin að riðja sjer til rúms og mynda þeniiau
prestaskóla; það getur því ekki bjá því farið, að hann
sje samfara þjóðinni, samfara tímanum og leiði til
andlegra frainfara. En einhver kynni enn fremur að
segja: þó upptök og eðli prestaskólans sje samfara
timanum og samhljóða vilja þjóðarinnar, þá er bon-
um, ef til vill, svo óheppilega fyrirkomið, að lögun
og skipulag lians getur kæft hið góða sæðið og aptr-
að því frá að spretta og færa ávöxt. Jað er nú í
þessu efni fyrst athugandi, að við öll mannleg verk,
alla mannlega viðleitni og viðburði loðir eittbvað
nieir eða minna ófullkoinið; stakkurinn er aldrei að
öllu leiti sniðin eptir vexti hugsjónarinnar, þvíað
hún verður að taka hlutina eins og þeir eru, auka
sumt, og vana sumt og láta sjer svo lynda búníng-
inn. iþað er þvi ekki við öðru að búast, en að ein-
hver annmarki muni vera á þessum prestaskóla eins
og öðru því, er myudast í mannlegu fjelagslífi; en
þó eru allar líkur til, að vansmíði þau, er vera kunna
á prestaskólanum, sjeu hvorki svo mikil, nje svo
löguð, að þau geti bægt honum frá að ná ákvörðun
sinrii. £að má óhætt fullyrða, að prestaskóli þessi
er ekki búin til af rasandi ráði eða í hugsunarleysi.
Undireins og frumefni lians birtist á alþíngi í vilja
þjóðarinnar, tók vor heiðraði biskup til að lífga og
glæða frumefni þetta, samnaði í það ásamt land-
stjóra tillögum og atkvæðuin frá hinum merkustu