Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Page 24
24
Ræða við setningu
verkið ólagWga úr hendi, og er það þá sjerilagi ann-
aðhvort þeim að kenna, sem ega að fræða, eða hin-
um, sem ega að nema, eða hvorumtveggja. Einsog
jeg upphaflega sagði, vikli jeg geta komist hjá að
mæla nokkurt orð um sjálfan mig; en þó get jeg
með sanni sagt, að jeg hefi allan vilja á að gegna
þessari köllun minni trúlega og dyggilega; og þó
jeg kenni vanmáttar mins, þegar til framkvæmdanna
kemur og jeg þegar sjái fyrir, að margt muni verða
þeim til tálmunar og fyrirstöðu, þá treysti .jeg því
þó, að góður vilji verði sigursæll; jeg treysti þeim
manni, sem hefur átt svo mikin og góðan þátt í að
reysa þennan skóla, biskupi vorum, að hann með
mikilsmegnandi tillögum sínum og föðurlegum ráð-
leggíngum muni styðja mig í allri viðleitni minni, er
miðar til að efla hag og heill prestaskólans og rjett-
indi þeirra, sem í hann gánga; jeg treysti þjóðinni
til þess, að hún með móðurlegri nákvæmni og vel-
vild muni hlynna að þessu úngviði, svo það geti
vaxið og tingast og með tímanum orðið að blóm-
legu trje, er breiði laufgaðar greinir yfir fósturjörðu
vora og beri ávöxtu menntunar og guðsótta; en um
fram allt treysti jeg lionuin, sem í veikum er mátt-
ugur, að hann af mildi sinni muni blessa viðburði
mína, þegar jeg bið liann þess af hjarta; hann gefi
mjer sína náð til að biðja og yðja með hjartans al-
úðogárvekni! — Sá maður, sem jeg hefi von um að
fá mjer til aðstoðar við kennsluna, er yður öllum
kunnur, ekki einúngis að gáfum og lærdómi, heldur
og að lægni og lipurleik í að kenna, sem og að
allri siðprýði.
Jeg vil nú að endingu snúa fám orðum til yð-
ar bræður góðir! sem farið nú að búa yður und-
ir kennimannlegt embætti og í því skyni ætlið
að gánga í prestaskólann. ^aö er óyggjandi, að