Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Síða 47
á jbýzkalandi.
47
liinn sanii kyrtili, sem guðspjöllin segja, að dátarnir
hjá krossinum vörpuðu hlut um. Helena helga, móð-
ir Konstantínusar, fann kyrtilinn í Gyðíngalandi og
sendi hann til Tríer og var hann lagður f>ar í dóm-
kyrkjuna 328; þar lá liann í gleimsku um margar
aldir, en fannst 1196 og var þá skrínlagður undir
háaltarinu í dómkyrkjunni. j?ar var honum lengi
engin gaumur gefin þángað til Maximilían keis-
ari 1. las um hann í sögu nokkurri, ijet hann þá
leita upp skrínið og Ijúka því upp. Leó páfi 10.
bauð þá í brjefi 1514 að 7. hvert ár skyldi hera
fram kyrtilinn helga og sýna honum tilbeiðslu, og
hjet hverjum pílagrím, sem sýndi yðrunarmerki og
bæri kyrtlinum fórnir, fullkominni synda kvittun.
jþó hef'ur þetta einúngis þrisvar sinnum verið ítrek-
að hátiðlega, fyrst'1585, í mirmíngu þess, að katólsku
kyrkjunni var komið á fót aptur í þessum lrjeröð-
um, i annað sinn 1655 eptir 30 ára ófriðinn, í þriðja
sinn 1810 eptir að kyrtillinn var fluttur heim aptur,
hafði hann verið geymdur norður á jþýzkalandi með-
an stjórnarbiltíngin stóð yfir. í fjóröa skipti var
hátíðleg tilbeiðsla ákveðin frá 18. dag ágústmánaðar
til 6. dags októberm. 1844; vóru þá kvaddir til með
boðsriti biskuparnir næstu, en prestunum í biskups-
dæminu Tríer var skipaö að helga liátíðina og á-
kveðnir dagar handa henni. Jannig streimdu sam-
an mörg hundruö þúsund pílagríma, og fóru til fund-
ar við hinn helga kyrtil tii að færa honum fórnir og
sýna lotníngu, og leituðu lijá honum lækníngar við
andlegri og líkamlegri vanheilsu. Menn þóttust
skjótt verða þess varir, að margir sjúklíngar yrðu
heilir, ef þeir sncrtu hinn helga kyrtil, og svo var
rik lotningin hjá sumum, að þeir áköiiuðu kyrtilinn
um fyrirbæn einsog helga menn. Erfiðt var nú alt
fyrir þetta að sanna áreiðanlegleika kyrtiisins, var