Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Blaðsíða 51
;í Jjýzkalamli
51
f>essi leigfti sér hús handa gnftsþjónustu sinni, var
þar flutt messa á þjzkri tíingu, iiraufti og víni út-
lilutað í kvöldmáltiöinni, en að öðru leiti farið að
sið katólskra manna. I riti nokkru, sem heitir „rétt-
lætíng fráhvarfs niins, frá rómversku kyrkjunni"
(Bromberg 1845), lýsti Czerski þvi, að sannfæríng sín
hefði bannað sjer að vera lengur i þjónustu róm-
versku kyrkjunnar, og kvaðst nú vona, að trú sin
væri byggð á guðs orði. 3>essi rjettlætíng leitast
við að byggjaalltá ritníngunni, og er í því frábrugð-
in ritum Ronges, að hún. ber fyrir sig lærdóma krist-
indómsins. Sama má og segja um trúarjátníngu þá,
sem söfnuöurinn lagði fram fyrir stjórnina. Jar er
einkum rifin niður sviptíng vinsins í úthlutun kvöld-
máltíðarinnar, áköllun helgra manna, föstuboðið,
brúkun latinskrar túngu í guðsþjónustugjörð, lögin
um einlífi andlegu stjettariimar, lærdómur rómversku
kyrkjunnar um hjónabaiul milli Katólskra og Pró-
testanta, og guölegt vald rómverska biskupsins og
álit, semfulltrúa krists. Síðan eru teknar fram að-
algrundvallarreglur trúarinnar: að lieilög ritníng sje
hin eina áreiðanlega uppspretta trúarinnar; lærdóm-
uririn um 7 sakramenti; eðlisbreiting brauðs ogvíns
í líkama og blóð krists í kvöldmáltiðinni, en einúng-
is „vegna trúarinnar"; nauðsyn móðurmálsins í guðs-
þjónustunni; úthlutun brauðs og víns í kvöldmáltíð-
inni, og að kristur sje einn drottinn kyrkjunnar og
heilagur andi fulltrúi lians á jörðu.
I Febrúarmánuði 1845 var lýst yfir Czerski og
alla áhángendur hans hinu mikla kyrkjubanni, var
hann kallaður harðsnúinn villukennari og gefið að
sök, að hann vanvyrðti kyrkjuna. Einstöku menn
sýndu honum og stundum á ósæmilegan hátt, mörg
óvildarhót og óvináttu.
Um sama leiti var stofnaður frjáls söfnuður í
4’