Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Page 52
52
Kyrkjuhreifíng
Breslau; Ronge var seztur þar aft 1844. Málari
nokkur Albreclit Höeher kom söfnubinuin á legg á
þann hátt, að hann sendi út boftsrit og bað hvern
þann að rita þar á nafn sitt, sem játa vildi hina nýu
katólsku kj’rkju í Jiýzkalandi og kjósa Ronge fyrir
prest sinn. Ronge lagði þá fram fyrir áskrifendur
boðsritsins greinir nokkrar, sem tóku fram aðalat-
riðin í kenníngu hans. jÞar var söfnuðinum gefið
vald á að kjósa prest sinn og forstöðumann. Skirn
og kvöldmáltíð voru einúngis taldar sakramenti.
Ritníngin ein var játuð að vera grundvöllur trúar-
innar, með þeim viðauka, að ekkert útvortis vahl
mætti takmarka frelsi manna í útþýðíngu hennar.
Ilin postullega trúarjátníng var klædd í nyan bún-
íng og samþykkt eptir uppástúrigu Ronges; í ann-
ari greininni var kippt burt öllu yfirnáttúrlegu í lífi
Jesú krists.
Andi safnaðarins i Brelau rjeði nú mestu og stýrði
flestum söfnuðum, sem sögðu skilið við rómversku
kyrkjuna, var það einkennilegt þessum anda að
sneiða hjá því að ákveða nokkuð fast uin trúaratriðin,
en beinast fremur á móti villunni og brjóta niður
anmarkana, þarámóti var flokkur Czerskis, semfast-
heldnari var við lærdóma katólsku kyrkjunnar, þunn-
skipaður mjög. Jessvegna var það hinn fyrrnefndi
flokkur, sem kom því til leiðar, að hinir einstöku
söfnuðir bumlust saman í kyrkjufjelag. Jegarþörf-
in á þvílíkum fjelagskap var orðin tilfinnanleg öll-
um söfnuðum, skoraði maður nokkur í Leipzig Ro-
bert Blum á menn, að halda almennan kyrkjufund
í Leipzig. Fundurinn var settur á 1. í páskum 1845
og stóð 4 daga. 80 manna sóttu fundin fyrir hönd
13 safnaða. Fáir voru þar mjög af andlegu stjett-
inni. Czerski var viðstaddur 2 síðustu þíngseturnar,
Ronge einúngis þá siðustu. Fundurinn setti sjer