Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Side 53
á i£>ý7.kalan(li
53
|)að mið að sam])ýða margvíslegar meiníngar manna.
Um hina ytri tilhögun var það ákveðið, að 5ta hvert
ár skyhli halda almennan fund, skyldi hann vera í
heyranda hljóði. Hinn nýi söfnuður skyldi heita
„5ýzh katólskur“, ])ó var vegna Pólskra einnig leyft
nafnið „kristni-katólski“. Á 4ðu setu fundarins var
rætt um trúarjátnínguna. Til fiess að samþýða hin-
ar frábrugðnu stefnur byggðu menn á þeirri grund-
vallarreglu, að eining kærleikans rjeði meiru en trú-
armismunur, og rjeðu menn því af, að kveða ein-
úngis upp með hin yfirgripsmestu grundvallaratriði;
að öðru leiti skyldi hverjum söfnuði lieimilt að ein-
skorða þessi atriði nákvæmar. Czerski barðist fyrir
því, að guðdómseðli krists værijátað, eða þá að öðr-
um kosti, að engin trúarjátníng væri samin. En
livorugu þessu varð framgengt. Honum var svarað
því, að trúarjátníng væri nauösynleg stjórnarinnar
vegna. 5<lr var ákveðið, að heilög ritníng ein væri
grundvöllur trúarinnar, og mannlegri skynsemi, upp-
lýstri af anda kristindómsins gefin frjáls útþýðíng
hennar. Jessi trúarjátníng var þar kveðin upp:
Jeg trúi á guð föður, sem rneð almættisorði sínu hefur
skapað heiminn og stjórnar honum með speki rjett-
læti og gæzku. Jeg trúi á Jesum Krist lausnara
vorn. Jeg trúi á heilagan anda, heilaga almenni-
lega kristna kyrkju, kvíttun syndanna, og eilíft líf.
jþeim ákvörðunum var bætt við, að þaö skyldi vera
mið kyrkjurinar og hvers einstaks að ná Ijósri og
lifandi þekkíngu á trúnni, samsvarandi þörfum tím-
ans; að trúarmismunur væri erigin ástæða til að-
skilnaðar í því fjelagi, þarsem fullkomið trúarfrelsi
væri, en að það væri kristins manns æðsta skylda
að sýna trúna í verkum kærleikans. jþetta síðasta
atriði þótti mönnum auðkenna fjelagið frá trúarjátn-
íngu Prótestanta. Trúargreinirnar, sem aögreindu