Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Blaðsíða 54
54
Kyrkjuhreifíng
þafi frá katólskum, vóru auðfurulnar. Jarsem ákveð-
ið var, að tvö væri sakramentin, var þó bætt við
þeirri athugasemd, „án þess vjer f)ó viljum banna ein-
stökum söfnuðum aðfylgja kristnum siðum“, var það
gjört vegna flokks Czerskis, sem trúði á sjö sakra-
menti. Af sömu ástæðum var ekki heldur tekin fram
skoðun sú á sakramentunum, sem drottnandi var í
ílestum söfnuðum, að skírnin væri tákn inntökunnar í
söfnuðin, kvöldmáltíðin einúngis endurminníng krists
og merki bræðraástarinnar, og einúngis var þessi al-
menna regla sett: „skirn skal veita úngbörnum, en
sjálfskulu þau staðfesta trúarjátninguna, þegar þau
eru komin til vits og ára, i kvöldmáltíðinni neytirsöfn-
uðurinn brauðs og víns, einsog tilsett er af Kristi.
Fundurinn í Leipzig hafði komið á sameiningu
milli saínaðanna í stjórnartilhögun og ytri lögun og
sumu, er snerti grundvöll trúarinnar. Samt var ekki
fullkomin innri einíng fengin, þvi armarsvegar var
Ronge, sem stýrði meiri hluta safnaðanna; áleit sú
stefna kristindóminn ekki annað en náttúrusmíði,
og leitaðist við eptir þeirri reglu að hreinsa róm-
verska súrdeigið úr kristinni kyrkju, hinsvegar var
Czerski oddviti minna flokksins, sem studdist á
grundvelli fornkyrkjunnar, byggði trú sina á elztu
trúarjátníngu kyrkjunnar, hinni postullegu trúarjátn-
íngu; þessi flokkur gát því ekki til lengdar unað
dulum þeim, sem fundurinn í Léipzig hafði dregið á
trúarmismuninn. Brjef, sem Czerski ritaði Prótest-
anta einum í Bromberg, varð fyrsta tilefni til ófrið-
arins. I brjefi þessu lýsir Czerski skynsemistrúar-
flokknum einsog vantrúuðum og drambsömum skyn-
semistilbeiðendum, sem ekki megi heita kristnir;
hann kveðst af alefli hafa mótmælt þessum ófögn-
uði á fundinum í Leipzig og óskað, að óvinir Krists
kæmust til viðurkenníngar sannleikans. Skömmu