Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Síða 56
56
Kyrkjulireifíng
vitanna Ronges og Czerskis 18í6. "þessi sátt var
reyndar ekki annað en vopnahlje, en enginn friður,
og var einúngis vottur um hvikulleik Czerskis og
staðfestuleysi. Hann lýsti því þar fyrir hönd safn-
aða þeirra, sem honum fylgdu, aö þó þeir heföu ekki
breytt meiníngu sinni, vildu þeir gánga í ijelagskap
ineð hinurn söínufiunum, svo þeir sameginlega ynnu
aö heill mannkynsins.
Uppfrá þessum tírna hefur sú stefna hinnar
■;I>ýzku katólsku, sem Ronge stýrði og fundurinn í
Leipzig aðhylltist, orðið ofaná, og tala þeirra safn-
aða fækkað, sem byggja trú sína á hinni postullegu
trúarjátníngu. Ronge, sem frá öndverðu var helzti
oddviti þessarar siðabreitíngar, hafði á sjer mest á-
lit oggatmestu til leiðar komið af öllum þeiin, sem
með honum unnu, enda hefur liann mest allra stuðt
málefni þetta á ferðum sínum í Suður-og Norður-
jþýzkalandi. Ilann á það lof skilið, að liann hefur
jafnan sýnt kallmannlega djörfúng og aldrei látið
hug fallast þó hann hafi átt við uppæsta alþýðu, og
orðið fyrir hótunum og grjótkasti skrílsins; hinns-
vegar hefurhann og jafnan haft gátásjer, og aldrei
gleymt hinu sanna velsæmi, þarsem menn í vyrð-
íngarskyni við hann hafa tekið honum meö hátiðlegri
viðhöfn, saungum og veizlum, hefur liann jafnan tek-
ið slikt sem virðíngarmerki við málefnið fremur en
við sig. Til þess að geta lagt dóm á Ronge og
þessa hreifíngu í jþýzkalandi, er nauðsynlegt að drepa
á samband hinna eldri kyrkna í jþýzkalandi við
Jýzku-katólskuna.
Rómverska katólska kyrkjan gat, eins og við
var að búast, ekki álitið Ronge og trúarbræður hans
annað en þverbrotna syni, og rak því þá úr fjelagi
kyrkjunar. jþar sem hún gat nokkru áorkað við
stjórnina, einsog í Austurríki og Baiern, fjekk hún