Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Blaðsíða 58
5S
Kyrkjulireifíng
mjög liti5 til Lúthers og starfsemi hans. Lúther og
Ronge eiga í aungu sammerkt nema f>vi einu, a5
há&ir hafa komið af stað hreifingu, sem miðar til
þess, að leiðbeina kyrkjunni frá villustigum róm-
vrersku kyrkjunnar inná hina rjettu leið; en egi að
hera f>á saman sín ámilli, eða orustu þá, sem báð-
ir gengu úti, og starfsemi þeirra yfirhöfuð, þá er
engin samjöfnuður. Jarsem Lúther hafði til að bera
frábært sköpunaraíl andans, margbreitta kristilega
reynslu, djúpsæi og auðlegð andans, kjarnmikla
þekkíngu og hrífandi mælsku, lýsir sjer hjá Ronge
ófrelsi í hugsunum, í trúarefmun skynsemistrúar-
stefna,, grunnhyggni og skortur á guðfræðislegri
menntun, svo að hann með tilgerðar málsnild trauð-
lega getur dregið dulur á andlega fátækt sína. Svo
er og um erviðleika þá og hættu, sem þeir áttu að
berjast við, að engin jöfnuður er á milli þess.
Lúther barðist með hetjuþreki við óvinalieim, sem
ekki gat áttað sig í nýlundu þeirri, sem liann fór
fram á. Ronge átti hina öflugustu stoð, þarsem
Prótestantar vóru og kyrkja þeirra, því var hann í
engri þvilikri hættu staddur sem Lúther. Að síð-
ustu var eðli siðabótarinnar á 16du öld annað; hún
var byggð á föstu atriði í kristilegri trú, hinni kristi-
legu sannfæríngu um rjettlætandi krapt trúarinnar,
og færði þessvegna nýtt líf í alla kyrkjuna, siðabót
Ronges styðst þarámót á aungum föstum grundvelli,
og vantar áreiðanlegan mælikvarða til að stjórna
gángi sinum, af þvi mótspyrna hennar á móti Róm
er ekki sprottin af hinni almennu kyrkjutrú, heldur
einúngis af hneigsli mannlegs hyggjuvits yfir líferni
kyrkjunnar og kenníngu, og þjóðlegri frelsistilfinn-
íngu, sem leysa vildi af sjer ok það, er útlenzkt
klerkavald hafði lagt á. Hinnsvegar er það ekki
síður skakkt að kveða upp hlífðarlaust áfellisdóm