Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Page 60
60
Kyrkjuhreifín;
ekki gjöra ósanngjarnar kröfur til fjelags j)ess, sem
nýstofnað er, en gæta bæði að því, hversu skamma
stund það hefur staðið, og eins, hvernig ástóð þegar
það var stofnað. Lengi var aðdragandi siðabótarinn-
ar í undirbúningi aldirnar áundan i kyrrþey, þángað
til Lúther reis upp, og framkvæmdi í orði og verki
hugsanir margra þúsunda manna, sem þá vóru bún-
ar að ná þroska. Siðan hafa tímarnir verið aðrir,
ekki eins hagkvæmir til að undirbúa siðabót líka
þeirri á 16du öld. Hinir þýzku söfnuðir, sem á
þessum tímum sögðu skilið við katólsku kyrkjuna,
höfðu ekki það við að styðjast, sem söfnuðirnir á
16du öld, þeir nutu ekki handleiðslu presta, lærðra
manna eða höfðíngja, áttu sjer aungan frainúrskar-
andi mann, sein stýrði og hjeldi öllu fjelaginu sam-
an, en vóru þó á sundrúngu víðsvegar um mörg
lönd. I prótestantisku kyrkjunni iná og benda á
nóg dæmi villu og yfirsjóna þegar frá stofnun henn-
ar, og hlaut það að verða hættumeira þýzku kat-
ólskunni, sem í aungan samjöfnuö kemst við trú
prótestanta að andlegri auðlegð og skapandi aíli;
Prótestantiskan var þegar í vöggu tröll að afli,
þýzka katólskan þarámót er veikburða barn, sem
annast verður og hjúkra vandlega, að það sýkist ekki
og deyi bráðlega. Jroski og velgengni þýzku kat-
ólskunnar verður undir því komin, að hún leitist við
að drekka i sig anda þann, sem drottnaridi er orð-
in í kyrkju prótestanta, sameinist henni meir og
meir og gjöri sjer skiljanlegt eðli hennar. Allar
siðabætur, sem numiö hafa staðar á miðri leið, hafa
orðið árángurslausar einsog tilraunir Jansenistanria
á Frakklandi. 3>essve8na Setur og með því einu
móti orðið eitthvað úr þýzku katólskunni, að liún
taki sjer fyrir mælikvarða þá grundvallarreglu siða-
hótarinnar, sem stýrt hefur kyrkju prótestantanna.