Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Síða 61
á jbýzkalamli.
61
En oss, sem játum prótestantisku kyrkjuna sein
lie]fi;a móðir vora, sem liöfum fyrir oss reynslu
firiggjja liundrafia ára og átján hundraða ára, og sem
á fiessum grundvelli höfum náð þroska fullorðins
manns, oss sæmir ekki að líta á þýzku katólskuna
sem æðra kyrkjufjelag, fió hún sjálfþykist vera það,
því ef vjer gengum inní fiemian fjelagsskap, mynd-
um vjer hverfa aptur til þess bernskualdurs, sein
liðið hefur yfir kyrkju prótestanta þegar fyrir þrjú
liundruð árum, miklum mun blómlegri og efnilegri.
Hin frjálsa o<j ákafa stefna í pvótpstantishu
kyrkjunni.
I kyrkju prótestanta i þýzkalandi má aðgreina
þrjár aðalstefnur, sem ráða gángi kyrkjuhreifinganna
á þessum timum, eru þær þessar: hin taumlausa
framfarastefna, eintrjáningsleg fastheldni við forna
siði og kenníngar, og meðalvegs - eður miðlunar-
stefnan. A7jer skulum lýsa lítið eitt þessum stefnum
og byrja á þeirri, er fyrst var nefnd.
„Fram á leið“, er það orðtæki, sem á þessum
timum heyrist almennt bæði í stjórnar-og kyrkju-
efnum. Jetta er í raun og veru fagurt orðatiltæki
og fullkomlega samkvæmt anda þeirrar kyrkju, sem
taka vill sífeldum framförum og nálgast fullkomnun
sinni. En hin ákafa frelsisstefna skilur framfarir
ekki svo, að þær sje stöðugt áfram hald á sama
skeiðvelli, heldur hlaup útfyrir þennan skeiðvöll;
hún ætlar sjer ekki að halda áfram byggíngunni á
sama grundvelli, heldur vill leggja nýjan grundvöll;
hún slítur sundur þráð sögunnar og vill reisa nýja
kyrkjubyggíngu í stað hinnar fornu.
Andi sá, sem þessari stefnu stjórnar, er annað-
hvort skynsemistrúar andi eða algyðistrúar andi; hún
skilur guð annaðhvort einsog yfirheimslega veru, sem