Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Qupperneq 64
04
Kyrkjuhreifíng
fjöldi ráði. En með því trúarfrelsi eða trúar sjálf-
ræði livers einstaks hlýtur að takmarkast þar sem
atkvæðafjöldi ræður, rekur þessa skoðun að síðustu
þángað, að hver einstakur maður verður söfnuður
sjer og kyrkjulærdómar verða eins margir, og marg-
ar eru meiníngar manna. Jannig verður maðurinn
alltj útbúin guölegri speki og valdi, endurlausnari
sjálfs sin, en endurlausnarinnar guð verður að aungu.
Jiessi flokkur, sem hjer er lýst, befur hvorki
faung á nje laungun til að skapa nokkra guðfræði,
þvi hann er ekki fær um að skilja eðli kyrkjunnar,
og metur einkis líf sögunnar. Guðfræðis menjar þær,
sem vart hefur orðið við hjá þessum ílokki, geta ekki
liaft annað mið en það að brjóta niður kristna kyrkju,
leitast við að sýna fánýti hinnar sýnilegu kyrkju.
Lærdómsbygging sú, sem þessir menn reyna til að
koma upp, er ekki guðfræðisleg heldur heimspeki-
leg. Kyrkjan hverfur að þeirra áliti fullkomlega inní
mannkynið, eins og guðfræðin verður ekki annað en
mannleg speki, lærdómurinn um kyrkjuna verður
að lærdómi um mannkyriið. jjessi visindi velja sjer
þá það mið að eigna manninum eptir meðfæddu eðli
sínu ótakmarkað sjálfsvald og sjálfræði, i einu orði
íklæða hann guðlegu valdi. Jn'ílík tilraun er lær-
dómsbyggíng Feuerbachs; hann lætur alla trúarlær-
dóma spretta af liugsun mannsins, og einúngis vera
lýsíng innri hreifinga mannlegs anda, og gjörir alla
lærdóma um kyrkjuna, t. a. m. opinberun og end-
urlausn guðs, að sálarfræðis- eður mannfræöis-lær-
dómum, og boðar mönnum, að guðs dýrkan kyrkjunn-
ar skuli víkja úr sæfi, en í hennar stað koma umhyggja
fyrirheilsu líkamans í mat, drykk og baðtöku Ekki
hefur heyrst enn þá getið um guðfræðisrit eptir Ijós-
vinina, því þó þeir hafi miklar mætur á þeim ritum
ymsra guðfræðínga, sem beinast móti kyrkjunni, þá