Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Blaðsíða 65
;i Jjyzkalamli.
05
eru þessir guðfræðingar ekki nema að nokkru leiti
þeirra fjélagsmenn. Jví annaðhvort eru þeir lir
flokki hinna ehlri skynseinistrúarguðfræðinga, sem
hafa ennþá svo mikla lotníngu fyrir höfumli kyrk-
junnar, að þeir vilja ekki slíta sig úr sambandi við
hann eða verk hans, jió j)eir beiti öllmn útj)ýðíngar
brögðum til fiess að sniða sögu ritníngarinnar eptir
hyggjnviti sjálfra sin, eða j)á eru j)eir áhángendur
guðfræðisstefnu þeirrar, sem einkum hefur aðsetur
sitt í Wúrtemberg og á i vitum sínum Baur, sem
fremstur er að fróðleik, Davið Friðrik Strauz, sem
ráðist hefur á sögu guðspjallanna og lærdóma kyrk-
junnar eins og nýr Heróstratus, og starfsama og öt-
ula talsmenn þar sem eru þeir Sclnvegler og Zeller;
en af því guðfræðíngar þessarar stefnu eru vísinda-
menn, eru þeir tengdari sögu kyrkjunnar en svo, að
þeim geti geðjast að hinni ósögulegu aðferð Ijós-
vinanna. Jað. er orðin venja bjá mörguni guðfræð-
íngum að lýsa þessum háskóla i Túbingen sem að-
seturstað alls Ijandskapar gegn kyrkjunni. Jó mjer
aunganvegin geðjist að störfum þessara guðfræðínga
i Túbingen, verð jeg þó að játa, að álas jiað, sem þeir
verða fyrir, finnst mjer aunganvegin verðskuhlað.
Jegar þeim er gefið að sök, að þeir af ásettu ráði
misbjóði sannleikanum, búi vísvitandi til rángar á-
lyktanir, sneiði hjá mótbárum annara, o. s. frv., þá
eru þessar sakargiptir ástæðulausar, og þó þær kynni
að vera á nokkrum rökum bj'gðar, eru þær óþolandi
hjá þeim mönnum, sem sanna ega mál sitt einúngis
með vísindalegri röksemdafærslu. Auk þess er að-
gætandi, að ekki má skerða eða takmarka rjett
manna til að halda nýtt og nýtt próf yfir sögunni.
Jessum rjetti getur prótestantiska kyrkjan ekki slept
úr höndum sjer nema hún uin leið afneiti sjer sjálfri.
Eins ber þess að gæta, að guðfræðisstefna þessi
5