Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Page 70
70
Kyrkjulireifíng
ytri háttsemi og þekkir llokkurinn af jieim meölimi
sína og áhángendur eins og drottinn jiekkir sina.
Jv'í j)ó ílóttinn frá heiminum aögreini ekki eins og
áður ()essi Ijóssins börn frá börnum myrkursins, j)á
þekkjast þó trúaðir frá vantrúuöum auk þess, er áð-
ur var getið, af hlutdeild í ýmsum góðverkum, af
skildínginum, sem þeir gefa kristniboðinu, og jafn-
vel af svipnum, sem á þeim er þegar þeir láta hann
úti. er lángt frá því, að jeg segi þetta í því
skyni að gjöra kristniboðið sjálft tortryggilegt, því
það sæti ekki á mjer, sem samið hefi sögu kristni-
boðsins, og væri að öllu leiti gagnstædt áliti því,
sem jeg þar hefi látið í ljósi. Einúngis finn jeg að
þessu, að menn heimta hluttekníngu í þvilíkum góð-
verkum, og álíta þau óbrigðult merki kristilegs hug-
arfars. Söinuleiðis lastajeg það, að menn skuli dyrf-
ast að fara svo eptir ytri hluttekníngunni einni
í ýmsum góðverkum, að metið sje eptir því skilyrð-
islaust hugarfarið. Dramb og hlifðarleysi við aðra
dafnar og þroskast vel hjá þessum ílokki. I orðum
og ytri háttsemi eru [>eir lítilátir, en drambsamir í
huga þykjast þeir fremri öllum öðrum, og kalla þá,
sem ekki eru af þeirra flokki, kristna að nafninu.
Einkum verða fyrir hörðum dómi prestar þeir,
sem geta ekki fallist á anda þann, sem drottnandi
er hjá ílokknum, þeir forðast sjálfir kenníngar prest-
anna og vara aðra við þeim, búa sjer sjálfir til sálu-
sorg gagnstætt allri góðri reglu og sið, og fela hana
mönnum af sínum flokki. Trúræknin er orðin að
handiðn, sett á bekk með hverri annari daglegri starf-
semi, en hefur ekki áhrif álííið og stjórnar því ekki,
og sameinast henni því inikil ósiðseini. Tit eru
mjög trúræknir menn í þessuin anda, sem rótgrónir
eru í syndunum, sem aðhafast mörg illverk i leynd-
um jafnframt öðrum verkum, sem þeir fá álit fyrir,