Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Qupperneq 79
í'i JWzkalandi.
79
fiaö (lregui' úr lífsvökvann. Trúnni syörir allt þetta
aungan óhag, f>ví hún er ekki byggft á einstökum
sögum, heldur allri sögunni, og styðst ekki á mörg-
um verkum, heldur hinu eina mikla verki Krists.
Viðvikjandi guðsftjónustugjörð og kyrkjustjórn,
fylgir þessi stefna hinni sömu grundvallarskoðun, að
hið nýa geti einúngis verið hið forna í fegraðri og
endurfágaðri mind. jjarsem ný tilhögun á að skap-
ast, |>á getur jmð ekki orðið á annan hátt en jiann,
að reglum þeim, sem hin forna tilhögun styðst á,
verði hreytt á fullkomnari hátt. jjessvegna byrjar
öll sönn siðabótar starfsemi á |>ví að grenslast ept-
ir eðli guðsfijóriustugjörðar og kyrkjustjórnar jieirrar,
er áður hefur verið, greiðir i sundur fyrir sjer jrað
verulega og óverulega, og forðast, eins þann afveg
að lúta í blindni öllum fornum siðum, eins og hinn
gagn.stæða, að hafna j)eim af einberri ljettúð.
Meðan skynsemistrúin var drottnandi, smeigði
sjer margvísleg villa inní guðsþjónustugjörð margra
sveitakyrkna, svoaðhún færðist frá hinni upphaflegu
íögun og anda evangelisku kyrkjunnar. Bæði jiess-
ar kríngumstæður og anmarkar, þeir sem tíminn fann
á löggjöfinni um j)etta efni, hefurvakið lifandi áhuga
manna á j)ví að endurbæta og endurskapa alla tilhög-
un guðsþjónustunnar, einkum endurbæta sálmabækur
og reglugjörðir guðsþjónustunnar, og á þessi viðleitni
manna að setja sjer það mið að reisa hið nýja, sem
tíminn þarfnast, á undirstöðu hins forna og í anda þess.
Sömuleiðis hreifir sjer lifandi viöleitni í því að
endurbæta kyrkjustjórnina, sem fullyrða má um að
sje það atriði í kyrkjulífinu, er einna helzt hefurorð-
ið útundan, og ekki náð að þroskast frjálslega og
taka framförum, þarf þetta efni því fremur öflugrar
viðrjettíngar, sem kyrkjustjórnin hefur villst frá hinni
upphaflegu stefnu, er henni var ætluð. Verkefni