Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Blaðsíða 80
80
Kyrkjulircifíng á jbýzkalandi.
vorra tima er þetta: bæði að endurskapa og auka
«11 þau faung, sem kostur er á í fyrirkomulagi kyrkj-
urmar, svo stjórn liennar geti farið fram í anda sjálfr-
ar hennar. Til þess útheimtist fyrst, að kyrkjunni
veitist meira sjálfræði gagnvart hinni veraldlegu
stjórn, en þó má það ekki verða til fullkomins að-
skilnaðar hvorutveggja; þvínæst þarf söfnuðurinn að
fá lifandi hlutdeild í stjórn kyrkjunnar jafnframt
yfirumsjón æðri embættismanna kyrkjunnar, eriþessi
hlutdeild má þó ekki verða að einveldi höfðatölunn-
ar, og ekki heldur losa svo umhnútana, að söfnuð-
irnir vilji leysa sig frá fjelagsskap kyrkjunnar og
fara einir sjer. Ljós bendíng um það, hvilík nauð-
syn sje á að laga og auka byggíngu kyrkjustjórn-
arinnar, eru fjelög þau, sem víða hafa komið upp í
einhverjum kyrkjulegum tilgángi. Jiessi fjelög hafa
það augnamið að hjálpa og styðja þurfandi trúar-
bræður eða þá útvega evangelisku kyrkjunni nýja
áhángendur með útbýtingu andlegra og líkandegra
gáfna, og eiga þau heimting á að kornast að og fá
sitt rúm í byggingu kyrkjunnar, ef þau eiga að geta
leý'st verk sitt af hendi á reglubundin hátt i anda
kyrkjunnar, en ekki fara að í anda kyrkjuflokkanna.
Slík fjelög verða jafnt að forðast þann afveg, sem sam-
fara er stefnu trúræknismannanna, einsog hinn, sem
loðir við skynsemistrúna; þau ega að binda sig fastar
við játningu kyrkjunnar og gánga í samvinnu með
valdstjórn liennar; á þann hátt samþýðast þau alls-
herjarlífi kyrkjunnar, og verða að lifandi liinum á
likama hennar. Aunganvegin er fyrir það hætt við,
að starfsemi þessara íjelaga missi sjónar á frelsi
kristilegs kærleika og snúist uppi dauða handiðn,
einúngis veröur valdstjórn kyrkjunnar að beina starf-
semi þeirra i þaö horf, að kyrkjnlegs frelsis sje gætt,
en öllu ókyrkjulegu sjálfræði útbyggt.