Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Síða 87
sakrainentin.
87
sjeu pantur guftsnáðar, og því haf'a margir sagt, að
kemtíngu Lúters og Calvíns beri saman í þessu efni.
En mismunurinn á kenningu fteirra sjezt bezt, þeg-
ar sakramentin eru skoðuð sitt í bverju lagi, (tví að
sameiníng sú við Krist, sem Calvín talar um, er ein-
gaungu andleg, en snertir ekki Krists dýrðarlíkama.
En við getum ekkij náð rjettum skilningi á sakra-
mentunum, nje gætt hins einkennilega í þeim, nema
við trúum því eins og Lúter, að þau hafi ekki ein-
úngis andlegan leyndardóm að geyma, beldur líka
náttúru leyndardóm. 5V' efv'ö höldum eins og Cal-
vín og sumir ábángendur Melanktons, að sameining-
in við Krist i sakramentunum sje eingaungu andleg
(unio mystica), þá verða einkenni þeirra að eins
fólgin í þeint áhrifum, sem þau hafa til að menta
og betra. En i bæninni er líka andleg sameining,
svo að einkenni sakramentanna yrði þá ekki annað
en það, að þau eru sýnileyur pantur, mannlegum
vanmætti til stirkíngar. En væru sakramentin ekki
annað en betrunarmeðöl, þá gæti trúaröruggur mað-
ur verið án þeirra, þareð hann með bæninni fengi
það, sem sakramentin veita. Að vísu geta menn þá
sagt: hver er svo trúarsterkur, að hann megi vera
án þeirrar útvortis aðstoðar og þeirra sýnilegu panta,
sem sjálfur drottinn rjettir að oss í vorum veikleika?
hvernig er þeirri trú varið, sem þykist ekki þurfa
þeirra hluta við, sem sjálfur drottinn hefur tilskip-
að? Getur nokkrum einstökum manni koinið til hug-
ar, að hann sje svo innilega sameinaður drottni og
hinum ósýnilega söfnuði, að hann þurfi ekki á hinu
sýnilega bandi að halda, semj vor ósýnilegi frelsari
sjálfur ætlar að draga alla með til sín og samtengja
þá hvern öðrum, svo þeir verði einn líkarni? Að vísu
þykir oss einnig óvenjulega mikið varið í þessa
skoðun á sakramentununi, og vjer játum, að það