Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Side 93
sakramentin.
!I3
ummymla auftvirðilegan likama vorn eg gjöra liann
likan sínum dýrftarlikama. En spyrji nú einhver,
livort skirnin, sem þó er undirorpin tilviljunum og
mannlegum geðþótta, aftþvi leiti sem hún er þjón-
ustugjörð safnaðarins, sje einka meðalið, sem drott-
inn geti gróðursett með |>essa sina nj'u sköpun í
manninum; eða hvort drottinn muni ekki geta veitt
fiað án skirnar, sem hann veitir með skirninni; fiá
svörum vjer: að vald drottinstil að endurleysa getur
að visu ekki verið bundið nje einskorðað við sakra-
mentin; en að kyrkjan er bundin við tilskipun drottins.
AthiHjasemd. Jó skoða megi leyndardóm skirn-
arinnar á fleiri vegu en vjer höfum gjört, höldum
vjer þó, að skoðunarmáti sá, sem hjer hefur ver-
ið hafður, sje yfirgripsmeiri og fullkomnari en aðr-
ir; en þessi skoðun er yfir höfuð að tala lítt þekkt
á vorum dögum og naumast við því að búast, að
inargir muni nú sem stendur fallast á hana; þará-
mót fær hinn skoðunarmátinn, sem nemur staðar
við menntandi og betrandi áhrif sakramentanna, hæg-
lega inngaungu þar sem kristileg trú er fyrir. En
sá, sem með kristilegri eptirtekt hugsar útí samband
sakramentisfræðinnar og lærdómsins um annað líf,
hlýtur þó meir og meir að hne^gjast að þessum
fornkristilega skoðunarmáta, sem Irenæus kyrkju-
faðir einkanlega hafði svo afbragðs Ijósar hugmynd-
ir um, eins og hann líka leiðir af aðalskoðun lút-
erskra manna á kristindóminum og samsvarar kenn-
ingu þeirra um kvöldmáltíðina. Taki menn skírn-
ina eingaungu í andlegri merkíngu, þá setja menn
upphaf hins kristilega lífs fyrir utan hina sönnu
einíngu og komast aldrei til fullkominnar lífsein-
íngar í öðru lífi. Jví láti menn hina nýu sköpun
kristindómsins eingaungu snerta sálina, þá verður
ekki dregin þaraf önnur hugmynd um annað líf, en