Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Page 94
'M
Martensen mn
að það sje eintómt sálna ríki, sem vanti bæði nátt-
úrlegt eðli og líkama. Ef menn þarámót halda, að
endimark heimsins sje innifalið í því, að náttúran og
hið líkamlega geti orðið dyrðlegt, en vilja þó ekki
kannast við helgan náttúru leyndardóm í skírninni,
verður sú hugmynd ofaná, sem er óvísindaleg, að
Krists ríki egi að enda á því, sem ekki var búist
við í upphafinu, nje er í sambandi við þá niðurskip
un, sem nú er á öllum hlutum.
(254. <jr.).
Með skirninni er endurfæðíngin að eins gróður-
sett; en þarmeð er henni aunganvegin lokið: held-
ur ekki afrekar skirnin einsaman sáluhjálpina held-
ur einúngis skirn og trú1). Endurfæðíiigin verður
þvíað eins fullkomin, að skirnarnáðin fái neytt krapta
sinna sem persómilef/ endurfæðíng. Eins og kyrkj-
an í öndverðu var stofnuð bæði með þeim gjörníngi
Krists, að hann gróðursetti eöli kyrkjunnar í post-
ulum sírium og með þeim gjörningi heilags anda,
að hann á hvitasunnunni stofnaði kyrkjuna sýnilcr/a
með því að gjöra Krist dýrðlegan í hjörtum þeirra,
eins er og endurfæðing hvers manns sjerílagi, sum-
part komin undir því, að Kristur í skírninni stofnar
í honum kyrkju sina og veitir honum þannig kost
á aö endurfæðast, sumpart undir vetulegri gjöf hei-
lags anda. Vjer getum því sagt, að sá, sem skírist,
sje ekki verulega endurfæddur fyrren hann fær sína
hvítasunnu-hátíð, fyrren andinn gróðursetur hina
nýu meðvitund í honum og gjörir skírnarnáðina dýrð-
lega í Iionum. Jessi tvö atriði, sem í raunirini eru
ekki annað en tvær hliðar hins sama náðarverks,
guðleg og mannleg, veruleg og persónuleg hlið hinn-
ar nýju lífsbyrjunar, r/eta orðið hvort öðra samfara,
l) Mark, 16, 16.