Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Síða 97
sakramentin.
97
(25G. yr.).
Ef vjer nú snúuin liugleiðíngum vorum frá eðli
skírnarinnar til [ijónustu þessa sakramentis og spyrj-
um, hverjum kyrkjan, sem fengin eru forráð guðs
leyndardóma, megi og egi að veita skírnina, {)á
er j)að auðvitað, að skírnin verður ekki veitt sam-
kvæmt tilgángi sinum, nema þar sem likur eru til,
að hún geti orðið upphaf kristilegrar guðsþjónustu
og þar sem því einnig eru likindi ti], að hin önnur
guðsþjónustugjörðar atriði kristinnar trúar muni geta
sýnt verkanir sínar. jþví viturlegar sem kyrkjan
veitir skírnina, því ineir stuðlar hún fyrir sitt leiti
til þess, að skírn og trú geti fylgst að hjá fjelags-
limum hennar og þetta verður að vera aðalætlunar-
verk kyrkjunnar, jafnframt því sem hún felur drottni
og anda hansverkanir náðarinnar á vald, því að þær
verða ekki sjenar fyrir og mega teljast með þeim
hlutum, sem ekki standa í voru valdi
5ess vegna má aungum þraungva til að
láta skirast, því að skirnin getur ekki orðið undir-
staða kristilegs lífs hjá þeim, sem beinlínis hrinda
kristilegri trú frá sjer. Sjeu líkindi til, að undir-
staðan verði vanhelguð, þá á ekki að leggja hana,
því að drottinn hefur bannað að kasta helgidóminum
fyrir hunda eða perlum fyrir svín J), og er það ber-
sýnilegt, að þessi orð lians lita til hinna kristilegu
leyndardóma. En að hinu leitinu verður kyrkjan að
sporna við eintrjáningsskap MSkírendanna“, sem vilja
hafa fullkomria vissu fyrir því, að skirn og trú fari
algjörlega saman; því bæðiyrði kyrkjan þá að hætta
barnaskírninni og slá henni á frest eitthvað útí ó-
vissuna, ef liún ætlaði sjer að fá vissu fyrir þvílíku
samrensli skírnar og trúar. Gegn eintrjáníngsskoð-
‘) Matlh. 7, 6.
7