Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Side 98
98
Marlensen um
an þessari er stíluð dæmisagan um sáðmanninn, er
í ákefð sáði sæði sínu, þó mikið af því færi til spill-
is og fjelli hjá veginum *); og eiga þessi orð lika
við um náðargjöf skírnarinnar. Væru menn óf>arf-
lega varkárir í að veita skirnina, til þess að veita
hana ekki ómaklegum, leidtli þaraf, að hún yrði fyr-
irmunuð mörgum, sem hún kynni þó að bera ávögst
hjá. Og þessvegna getum vjer einúngis gefift þá
almennilegu reglu, sem þó verður að ákveða ná-
kvæmar eptir því sem á stendur i hvert skipti, að
kyrkjan á að veita fullorðnum skírn þegar hún verð-
ur þess vör, að þeir eru fúsir á að veita henni
móttöku; en únghörn skírir hún hvervetna, þar sem
söfnuðir eru stofnsettir, og börnin verða leidd til
lausnarans með kristilegu uppeldi; en liún felur
drottni og lians anda það á vald, hvar og hvenær
hver maður sjerílagi fái tileinkað sjer skirnina
rjettilega.
Athugasemd. Urlausn þeirrar spurningar, hve
áríðandi skemmri skírn eða nauðsynjaskírn sje, er
komin undir úrlausn annarar spurníngar, hvert skírn
sje nauðsynleg til sáluhjálpar, því að spurníngar
þessar eru náskildar. Að skira skemmri skírn get-
ur byggst á rángri hugmynd um skirnina, sem sje,
að skirnin einsaman gjöri sáluhólpin og að þau
börn, sem deya óskirð, tortýnist og fari illa. Með
tilliti til hins fyrra, verða menn að gæta þess, að
skírnin gjörir ekki sáluhólpin nema að því leiti
sem trú kemur til; og í tiliiti til hins síðartalda,
ber þess að gæta, að þó kyrkjan verði að fara eptir
tilskipun drottins, og þekki ekki annað sáluhjálpar
uppliaf en skírnina, þá er þó drottinn sjálfur ekki
svo bundin við þessa sýnilegu þjónustugjörð, að
*) Matlh. 13, 4.