Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Qupperneq 99
snkrmnentin.
99
liann geti ekki á annan hátt veitt efSli skirnarinnar.
Vjer höldum því fast við þessa fornu reglu: non
privatio, sed contemtus sacramenti damnat, {>. e.
svipting sakramentisins sakfellir ekki manninn,
lieldur fyrirlitning þess. Með þessu hugarfari, en
ekki öðru, á kyrkjan að skira skemmri skírn og þá
verður þessi venja vottur viðkvæmrar trúar, sem
finnur, að hún er buridin við drottins tilskipun og er
hugarhægðíað vita af því, aðsá sje gjörður hluttak-
andi í velgjörð skírnarinnar, er til þess var horin
og þannig rótfestur á drottni, sem með óslitanlegu
bandi er sameinaður söfnuði sínum, bæði þeim, sem
er hjernainegin og þeim, sem er hinumegin grafar-
innar.
(2-57. ðrj.
Ef vjer þessu næst spyrjum, hvernig kyrkjan
egi að veita skirnina, eða hver skírnaraðferð sje
rjettileg, þá varðar það mestu, að skírt sje eptir fyr-
irmælum drottins. Ef skirt er eptir tilskipun Krists,
í nafni föðursins, sonarins og heilags anda, þá er
rjettilega skírt; en á sama stendur, hvort heldur
barninu er drepið í vatn, eða vatni er kastað á höf-
uð þess, því að það kemur ekki sakramentinu við,
hve mikið haft er af enum sýnilegu hlutum, heldur
hitt, að hafðir sjeu þeir hlutir, sem til eru teknir.
En fyrir því, að orð og tilskipan drottins getur ekki
verið án vitnisburðar kyrkjunnar, þá verður að hæta
við það trúarjátníngu þeirri, sem liöfð var við skírn-
ina í fornöld, ásamt með afneytun djöfulsins, til
frekari útskýríngar trú þeirri, sem skírt er til.
Hvernig sem ástendur, verður jafnan að undirskilja
þessa grundvallarjátníngu kyrkjunnar við skírnina,
sje hún ekki tekin fram með berum orðum, en þetta
er alstaðar gjört þar sem reglulegir kyrkjusöfnuðir
7*